Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga
18.09.2019
Íslenska ættleiðingarmódelið hefur vakið athygli víða um heim segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir að fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við ættleidd börn og foreldra þeirra sé mikilvæg og að ríkin sem ættleiða börn til sín eigi að kappkosta við að standa vörð um málaflokkin. Farið verður yfir þessi mál á sameiginlegri ráðstefnu ættleiðingarfélaga á norðurlöndunum í Reykjavík í vikunni.
Lesa meira
Mannlíf - „Okkar hlutverk er ekki að finna börn“
14.09.2019
Ættleiðingum hefur fækkað en enn sem áður þarf að vanda til verka. Yfirvöld erlendis leggja síaukna áherslu á að para saman umsækjendur og barn en aðstoð við upprunaleit hefur bæst á verkefnalista Íslenskrar ættleiðingar.
Það heyrist oft að ættleiðingarferlið sé langt og biðin löng en Kristinn segir það ekki að ástæðulausu.
Ættleiðingum erlendis frá hefur fækkað töluvert síðustu ár. Víða hefur þörfin dregist saman, t.d. í Kína þar sem ættleiðingum innanlands hefur fjölgað verulega, en á sama tíma eru börn í fjölskylduleit nú jafnan eldri og/eða með skilgreindar þarfir. „Það eru færri sem treysta sér í það,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, en hann segir tölurnar langt í frá endurspegla umfang starfsemi félagsins, sem hefur aukist töluvert.
Lesa meira
Stjórnarfundur 11.september 2019
11.09.2019
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrslur maí, júní og júlí
3. NAC ráðstefna í september
4. Tógó
5. Barna – og unglingastarf
6. Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.