Fréttir

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar
Sunnudaginn 1.september frá kl 14:00 til 16:00 ætlum við að hittast í Gufunesi í Grafarvogi og eiga góða stund saman. Kostnaður er 2500 fyrir félagsmenn og 1500 kr fyrir börn 12 ára og yngri. Fyrir utanfélagsmenn kostar 3500 kr og 2500 kr fyrir börn 12 ára og yngri. Boðið verður uppá hamborgaraveislu og drykki. Síðasti skráningardagur er 26.ágúst.
Lesa meira

Grill í Gufunesi 1.september

Kæru félagsmenn, í ár sem áður ætlum við að hittast og grilla saman í lok sumars. Við ætlum að hittast í Gufunesi, sunnudaginn 1. september frá klukkan 14-16 svo að endilega takið daginn frá. Nánari upplýsingar og skráning hefst í ágúst.
Lesa meira

Sumarnámskeið í kínversku og kungfu

Sumarnámskeið í kínversku og kungfu
Spennandi sumarnámskeið fyrir börn og unglinga sem vilja læra kungfu og kínversku. Námskeiðin standa frá 18. júní til 18. júlí og hægt er að bóka viku í senn. Kennt verður eftir hádegi kl. 13:00 – 15:00. Góð hreyfing og skemmtileg áskorun að læra framandi tungumál! Kennsluefni fylgir með námskeiðinu.☯️✨🐉 Kungfu er bardagaíþrótt sem leggur áherslu á að kenna sjálfsvörn, mýkingu og styrkingu líkamans og einbeitingu hugans. Lögð er áhersla á í námskeiðinu að hafa gaman og að það sé leikur að læra. Námskeiðið er haldið af Heilsudrekanum í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós við Háskóla Íslands og Wushu félag Reykjavíkur. www.konfusius.is Báðir kennarar koma frá háskólum í Kína og hafa mikla reynslu af kennslu. Sendið fyrirspurnir og skráningar á: heilsudrekinn@heilsudrekinn.is
Lesa meira

Svæði