Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 16.01.2019
15.01.2019
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Mánaðarskýrsla desember.
3. Ársskýrsla 2018.
4. Starfsáætlun 2019.
5. Fundur með DMR, 15. janúar 2019.
6. Afgreiðsluhraði Sýslumannsembættisins.
7. Löggildingar um milligöngu ættleiðinga.
8. Umsókn um löggildingu í Dominíkanska lýðveldinu.
9. Heimsókn til Dóminíkanska lýðveldisins.
10. Heimsókn til Kólumbíu.
11. Erindi á ráðstefnu í Tékklandi.
12. Heimsókn fulltrúa miðstjórnvalds Danmerkur til Íslenskrar ættleiðingar.
13. NAC, stjórnarfundur.
14. NAC-ráðstefna á Íslandi, 2019.
15. Útgáfuhópur.
16. Chinese Spring Festival Gala.
17. 70th Republic Day of India
Lesa meira
austurfrett.is - Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli
21.12.2018
„Okkur líður rosalega vel í dag, við erum orðin barnafjölskylda,“ segir Hulda Guðnadóttir á Reyðarfirði, sem var í viðtali við Austurgluggann fyrir stuttu. Þar sagði hún meðal annars frá erfiðu tækni- og glasafrjóvgunarferli sem þau hjónin gegnu í gegnum sem og ættleiðingarferli sem reyndi verulega á.
Hulda og Jón Hafliði Sigurjónsson búa með börnum sínum Nínu Dýrleifu og Baldri Hrafni á Reyðarfirði. Enn fjölgar í barnahópnum í vor, en von er á lítilli stúlku í mars. Þau þurftu þó að bíða lengi eftir því að verða foreldrar. Eftir fjölmargar árangurslausar tækni- og glasafrjóvgunarmeðferðir tóku þau ákvörðun um að eignast börn með öðrum hætti til að uppfylla draum sinn um að verða fjölskylda.
Lesa meira
Gleðilega hátíð
21.12.2018
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð á milli jóla og nýárs, en opnar 4.janúar.
Þó skrifstofan sé lokuð munu starfsmenn félagsins fylgjast með tölvupósti og sinna því sem nauðsynlegt er.
Neyðarsími félagsins 895-1480 verður opinn og brugðist verður við neyðartilvikum.
Starfsmenn og stjórn Íslenskrar ættleiðingar óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.