Fréttir

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“
Birna Gunn­ars­dótt­ir móðir ætt­leidds drengs seg­ir að það fari fyr­ir brjóstið á henni þegar orðið ætt­leiðing sé notað um dauða hluti eða gælu­dýr. „Þótt skráp­ur­inn á mér hafi ör­lítið þykknað þessi fimm ár sem liðin eru síðan ég skrifaði nót­una hér fyr­ir neðan læt ég ennþá trufla mig þegar ég sé orðið ætt­leiðing notað af léttúð og virðing­ar­leysi. Það eru svo mörg orð sem lýsa því bet­ur þegar fólk fær sér leik­fang, potta­plöntu, dýr eða drasl. Í hug­um margra okk­ar sem höf­um ætt­leitt lif­andi barn og þekkj­um all­ar til­finn­ing­arn­ar sem því tengj­ast hef­ur orðið ætt­leiðing mjög sér­staka og nán­ast heil­aga merk­ingu sem við yrðum þakk­lát fyr­ir að fá að eiga í friði með börn­un­um okk­ar,“ seg­ir Birna.
Lesa meira

Stjórnarfundur 12.12.2018

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 2. Mánaðarskýrsla nóvember 3. Samráðsfundur ÍÆ, DMR og Sýslumanns 4. Samráðsfundur ÍÆ og DMR 5. Gjaldskrá félagsins 6. Fjárshagsáætlun 2019 7. Fræðslumál ÍÆ 8. Breytingar á samþykktum félagsins 9. Önnur mál
Lesa meira

Lokað í dag

Í dag, 7.desember, verður lokað á skrifstofunni vegna anna starfsmanna félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Svæði