Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
mbl.is - Svona notum við ekki orðið „ættleiðing“
15.12.2018
Birna Gunnarsdóttir móðir ættleidds drengs segir að það fari fyrir brjóstið á henni þegar orðið ættleiðing sé notað um dauða hluti eða gæludýr.
„Þótt skrápurinn á mér hafi örlítið þykknað þessi fimm ár sem liðin eru síðan ég skrifaði nótuna hér fyrir neðan læt ég ennþá trufla mig þegar ég sé orðið ættleiðing notað af léttúð og virðingarleysi. Það eru svo mörg orð sem lýsa því betur þegar fólk fær sér leikfang, pottaplöntu, dýr eða drasl. Í hugum margra okkar sem höfum ættleitt lifandi barn og þekkjum allar tilfinningarnar sem því tengjast hefur orðið ættleiðing mjög sérstaka og nánast heilaga merkingu sem við yrðum þakklát fyrir að fá að eiga í friði með börnunum okkar,“ segir Birna.
Lesa meira
Stjórnarfundur 12.12.2018
12.12.2018
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla nóvember
3. Samráðsfundur ÍÆ, DMR og Sýslumanns
4. Samráðsfundur ÍÆ og DMR
5. Gjaldskrá félagsins
6. Fjárshagsáætlun 2019
7. Fræðslumál ÍÆ
8. Breytingar á samþykktum félagsins
9. Önnur mál
Lesa meira
Lokað í dag
07.12.2018
Í dag, 7.desember, verður lokað á skrifstofunni vegna anna starfsmanna félagsins.
Hægt er að senda tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.