Fréttir

ruv.is - Foreldrar leita barna sem hefur verið rænt

ruv.is - Foreldrar leita barna sem hefur verið rænt
Árlega hverfa þúsundir barna í Kína en mörg þeirra eru seld til ólöglegrar ættleiðingar. Flestir gefa aldrei upp vonina um að finna börnin sín. Foreldrar hinna týndu barna koma reglulega saman til að vekja máls á þessu samfélagsmeini. Þó fjölmennar mótmælasamkomur séu bannaðar í Kína horfa stjórnvöld í gegnum fingur sér þegar foreldrarnir koma saman með myndir af börnum sínum.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember
Hið árlega jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr og 1450 kr fyrir börn þeirra.
Lesa meira

visir.is - „Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“

Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti.
Lesa meira

Svæði