Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stöð 2 - Ísland í dag - Ættleiddur en skilað ári síðar
05.11.2018
Hann var sendur frá Dehli til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni.
Lesa meira
visir.is - Götustrákur í Reykjavík
03.11.2018
Hrekkjavakan er í algleymingi í lítilli hliðargötu í miðborginni. Litlir púkar, nornir og börn með ófrýnilegar gúmmígrímur stökkva á milli garða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rithöfundur og Hasim Ægir Khan sitja inni við og fylgjast með atganginum í börnunum. Þau bjóða upp á kaffi og kleinur og á stofuborðinu er nýútkomin bók Þóru; Hasim, götustrákur í Kalkútta og Reykjavík.
Hasim á engar minningar um að hafa tekið þátt í þessum tiltölulega nýja sið þegar hann var að alast upp hér á landi en hann bjó ekki heldur við neinar venjulegar fjölskylduaðstæður. „En þetta er líka mjög vinsælt í Noregi,“ segir hann. Þar býr Hasim í dag með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann á einnig átján ára son sem býr hér á Íslandi með móður sinni.
„Ég bý í fjörðunum í Noregi og finnst það yndislegt. Oft er ég spurður hvernig Indverji eins og ég þoli kuldann, þá svara ég því til að ég sé Íslendingur og ég elski frost og kulda. Og reyndar er veðrið í Noregi betra en á Íslandi, það er ekki jafnmikið rok,“ segir hann glaður í bragði.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.