Fréttir

ruv.is - Ættleiddur til Íslands og skilað eftir ár

ruv.is - Ættleiddur til Íslands og skilað eftir ár
Það var auðveldara að vera umkomulaus í Kalkútta en í Reykjavík, segir Hasim Ægir Khan. Hann fæddist á Indlandi en var ættleiddur til Íslands ellefu ára en svo skilað ári síðar. Hann flæktist á milli fósturheimila hér á landi eftir að ættleiðingarforeldrar hans hættu við að ættleiða hann og leigði einnig með rónum í miðborginni, á meðan hann lauk námi í Austurbæjarskóla. Saga Hasims er átakanleg. Þegar hann var sex ára setti ný stjúp-amma hann einan upp í lest í Gömlu-Delhi án skýringa og endaði hann í Kalkútta þar sem hann bjó á götunni. Þegar hann var ellefu ára fékk Hasim von um betra líf þegar hann var ættleiddur til Þorlákshafnar. Hann bjó hjá nýju fjölskyldunni sinni í ár, eða þangað til honum var skilað. Hann er eina barnið á Íslandi sem hefur verið ættleitt - og skilað. Hann segist hafa fengið að vita að Ísland væri ríkt land og að hann væri að fara til fjölskyldu sem myndi búa honum gott heimili og öruggt líf.
Lesa meira

mbl.is - Barnið sem eng­inn vildi

mbl.is - Barnið sem eng­inn vildi
„Þetta er mjög mik­il saga og maður skynj­ar sterkt hversu mikið til­finn­inga­legt álag þetta hef­ur verið á lítið barn. Það hef­ur ekki verið auðvelt fyr­ir ís­lenska götu­barnið að horfa upp á fé­laga sína eiga allt sem þá dreymdi um sjálfa, meðan það átti ekk­ert. Ein­mana­leik­inn var al­gjör og eng­in völ á þess­ari skil­yrðis­lausu ást sem við þurf­um öll á að halda til að vaxa og þrosk­ast. Það er í raun ótrú­legt að Hasim hafi lifað þetta af. Al­gjört krafta­verk.“
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu
Sendiherra Kína á Íslandi Jin Zhijian og sendiherrafrú He Linyun bjóða börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldu þeirra á fjölskylduhátíð laugardaginn 10.nóvember kl 16:30 - 18:30 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík og verður boðið uppá kvöldverðarhlaðborð. Þau hafa beðið Íslenska ættleiðingu að hafa milligöngu um að bjóða börnunum og fjölskyldum þeirra og til að áætla fjölda gesta biðjum við ykkur um að skrá þá sem munu þiggja boðið. Sendiherrahjónin hafa einnig óskað eftir því að fá upplýsingar um á hvaða aldri börnin eru og því óskum við eftir því að það komi fram við skráningu. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir laugardaginn 27.október.
Lesa meira

Svæði