Fréttir

Hun.is - Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Hun.is - Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Ég er móðir tveggja barna, sem ég er svo heppin að hafa ættleitt. En þar sem þau eru bæði dökk á hörund fer það ekki á milli mála að þau eru ættleidd, og hef ég (og aðrir ættleiddir foreldrar) fengið allskonar mismunandi komment og það jafnvel frá bláókunnugu fólki. Í lang flestum, ef ekki öllum, tilvikum þá meinar fólk vel, en orðar hlutina óheppilega og ég skil vel að fólk sé forvitið, en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Þann 17.05.2018 hittu Stephan og Ute börnin sín Hönnu Žanetu og Jónas Kamil í fyrsta skipti á barnaheimili í Tékklandi. Þau deildu með okkur sögunni sinni og gáfu leyfi fyrir því að deila henni hér. I don't think that we will ever forget the 17th of May 2018 - even so we cannot remember a lot of details because that day went by so fast. We started with a 1.5 hour meeting with psychologists and social workers. It was hard to concentrate since we knew that after that meeting, we would meet the children - our children. When Hanna Žaneta and Jónas Kamil finally walked in, they were shy for approximately the first 3 minutes. After the first shyness was overcome, our two bundles of energy did want nothing else but play with us. All these other people in the room (and there were plenty: 3 psychologists, a social worker and our interpreter) were totally forgotten by all four of us. Even so it was a very strange feeling to bring Hanna Žaneta and Jónas Kamil back to their group for lunch, we were grateful for the much needed break. Playing with them was quite a workout. This day was the start of some quite exhausting but very special weeks.
Lesa meira

Útilega - aflýst

Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þátttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi. Búið er að bóka Grillvagninn til að sjá um sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum og vonandi náum við að setja saman skipulagða dagskrá með skemmtun og fjöri yfir helgina. Við óskum hér með eftir áhugasömum sem vilja koma að því að skipuleggja þessa helgi og hafa tök á því að leggja sitt af mörkum. Við vitum að í félaginu okkar eru margir hæfileikarríkir einstaklingar sem gætu komið að því að gera þessa helgi skemmtilega og minnistæða. Skráning hefst í maí
Lesa meira

Svæði