Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 09.05.2018
09.05.2018
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla apríl
3. Samráðsfundur með DMR og sýslumannsembættinu
4. Fundur með formanni Félags fósturforeldra
5. Ættleiðing eldri barna - útgáfa
6. Þagnaskylda starfsfólks og stjórnarmanna
7. Er ættleiðing fyrir mig ? Námskeið
8. Minnisblað - Dóminískanska lýðveldið
9. NAC – Members meeting 28.september
10. Önnur mál
10.a. Fyrirspurn vegna breytinga á gjaldi vegna eftirfylniskýrslu
10.b. Minnisblað um sumarleyfi 2018
10.c. Minnisblað um 3ja mánaða uppgjör
10.d. Minnisblað stefnumótun félagsins
10.e. Útilega félagsins í sumar
10.f. Biðlistahittingur
10.g. Viðtal við umsækjendur
10.h. Facebook síða félagsins
Lesa meira
Viðeyjarferð 19.maí
07.05.2018
Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar stendur fyrir fjölskylduferð í Viðey laugardaginn 19.maí.
Ætlunin er að hittast á Skarfabakka og taka ferjuna í Viðey klukkan 10:15. Byrjum á því að leika okkur á rólóvellinum og leikum okkur jafnvel saman í skipulögðum leikjum. Næst göngum við saman að fjörunni þar sem Viðeyjarnaust stendur. Þar ætlum við að borða saman nesti, sem hver og einn kemur með fyrir sig, skoða lífið í fjörunni og hafa gaman í góðum félagsskap. Ef veður er með þeim hætti að ekki er hægt að sitja úti, þá er aðstaða inni í Viðeyjarnausti til að setjast og borða. Heimferð er áætluð klukkan 14.30.
Ferðin kostar ekkert, hver fjölskylda sér um að greiða ferjutoll og koma með nesti. En til að vita hversu margir mæta, þætti okkur vænt um ef fólk myndi skrá sig.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í góðum félagsskap þann 19.maí.
Lesa meira
Reynslusaga - eftir Sigrúnu Önnu og Gunnar
01.05.2018
Það var í mars 2014 sem við hjónin ákváðum að hefja okkar ættleiðingarferli. Ári
áður höfðum við rætt þennan möguleika enda hafði okkur ekki gengið sem skyldi
að stofna fjölskyldu. Þá ræddum við að við ætluðum ekki í neinar
læknisfræðilegar meðferðir eða athuganir. Nánir vinir okkar voru í
ættleiðingarferli sjálf og við ákváðum að fylgjast með þeim og taka svo ákvörðun.
Daginn sem vinir okkar fengu símtalið sitt fundum við að við vorum tilbúin og í
apríl 2014 hófum við að safna gögnum fyrir forsamþykkið. Við vorum alveg
ákveðin svo við héldum bara áfram með umsóknina þrátt fyrir að ekki væri von á
næsta „Er ættleiðing fyrir mig?“ námskeiðið fyrr en seint um haustið, en til að fá
forsamþykki þarf að fara á eða vera skráður á svona námskeið. Það fór því svo að
við fengum forsamþykki í september 2014, mánuði áður en við fórum á fyrri
hluta námskeiðsins og vorum því eðlilega komin mun lengra í ferlinu en aðrir á
námskeiðinu. Við sáum örlítið eftir að hafa ekki athugað með næstu námskeið
þegar við vorum enn að íhuga ættleiðingu því það reyndist okkur erfitt að finnast
við ekki á sama stað og aðrir á námskeiðinu. Við hefðum þá mögulega sótt næsta
námskeið á undan frekar.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.