Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Dominíkanska lýðveldið
30.04.2018
Framkvæmdastjóri félagsins heimsótti Dóminíkanska lýðveldið með það fyrir
augum að stofna til sambands á milli landanna. Fundað var með miðstjórnvaldi
Dóminíkanska lýðveldisins CONANI sem ber ábyrgð á öllum ættleiðingum í
landinu, jafnt innanlands ættleiðingum sem alþjóðlegum.
Á fundinum var farið vel yfir íslenska ættleiðingarmódelið og allt skipulag í
kringum ættleiðingar á Íslandi.
Fulltrúar CONANI heilluðust af verklagi Íslenskrar ættleiðingar og voru
spenntir að taka upp samstarf við félagið. Flestar spurningar þeirra snerust um
fræðslu fyrir ættleiðingu og eftirfylgni við fjölskyldurnar eftir heimkomu.
Framkvæmdastjóri CONANI kynnti framkvæmd ættleiðingarmálaflokksins í
Dominíkanska lýðveldinu og virðist vera faglegt og gott starf unnið þar.
Þar sem Dominíkanska lýðveldið er aðila að Haagsamningnum um verndun
barna og samvinnu um ættleiðingar milli landa svipar regluverkinu við önnur
lönd sem félagið er í samvinnu við.
2018.04.05_Giovanni KI og Adalberto.jpg
Síðastliðin ár hafa tiltölulega fáar ættleiðingar verið í Dominíkanska lýðveldinu.
Á síðasta ári voru þær 74 og þar af voru um helmingur ættleiðingar innanlands.
Yfirvöld sögðu frá því að það mætti búast við að biðtími eftir ættleiðingu barns
frá Dominíkanska lýðveldinu gæti verið 3-4 ár.
Lesa meira
Nýr félagsráðgjafi til starfa
30.04.2018
Að kröfu upprunaríkjanna eru gerðar eftirfylgdarskýrslur þar sem fylgst er með
hvernig líðan barnsins er hjá foreldrum sínum. Mikill munur er á milli
upprunaríkjanna um hversu margar skýrslur skulu gerðar og á hvaða
tímapunkti í lífi barnanna. Fæstar skýrslur eru sendar til Kólumbíu en þar á bæ
vilja þau aðeins fá fjórar skýrslur á tveimur árum frá því að barnið kemur til
Íslands. Flestar skýrslur eru sendar til Tékklands, en þar eru þrjár skýrslur
sendar fyrsta árið, en allt í allt níu skýrslur, allt til átján ára aldurs.
Þegar Lárus H. Blöndal fór að minnka við sig vinnu hjá félaginu, var Rut
Sigurðardóttir ráðin til að sitja við skör meistarans og nema af honum. Til að ná
skörun á meðan Lárus væri að minnka við sig starfshlutfall og fram að því að
hann hætti vegna aldurs, nýtti félagið þær tekjur sem Rut hafði fengið sem
verktaki til að brúa bilið sem uppá vantaði til að hafa ráð á því að borga henni
laun í takti við menntun hennar og reynslu.
Nú þegar Rut hefur alfarið tekið við fræðslu- og ráðgjafahlutverkinu, lætur hún
af gerð eftirfylgniskýrslna.
Félagið hefur því ráðið nýjan félagsráðgjafa til verksins, Aðalbjörgu Jóhönnu
Bárudóttur en hún mun sinna gerð eftirfylgniskýrslna á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Afmælisgjöf frá Foreldrafélagi ættleiddra barna
30.04.2018
Foreldrafélag ættleiddra barna færði Íslenskri ættleiðingu veglega afmælisgjöf á
afmælismálþingi félagsins. Formaður Foreldrafélagsins Elín Henriksen fylgdi
gjöfinni úr hlaði með nokkrum orðum:
Komið þið sæl.
Það er okkur, í Foreldrafélagi ættleiddra barna, sönn ánægja að fá nokkrar
mínútur í dagskrá þessarar glæsilegu 40 ára afmælisráðstefnu.
Foreldrafélag ættleiddra barna var stofnað árið 2006, og hlutverk og markmið
félagsins var að að sinna fræðslustarfi um ættleiðingartengd málefni sem mikil
eftirspurn var eftir auk þess að vera hagsmunafélag. Félagið stóð fyrir fjölda
fyrirlestra og hélt meðal annars ráðstefnu þar sem færustu sérfræðingar erlendis
héldu framsögu.
En hvatinn að stofnun félagsins var að hópur fólk fór að hittast og beita sér fyrir
því að komið yrði á fót ættleiðingarstyrk til kjörforeldra til að koma til móts við
þann kostnað sem skapast í ættleiðingarferlinu. Skrifaðar voru greinar í
dagblöð, fundað með alþingismönnum auk fleiri aðgerða. Markmiðið náðist árið
2006 og í dag fá kjörforeldrar eingreiðslu að upphæð kr. 687.660 að uppfylltum
skilyrðum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.