Fréttir

Þjónustusamningur

Þjónustusamningur
Þjónustusamningur dómsmálaráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar um endurgjald fyrir veitta þjónustu rann út um síðastliðin áramót. Mikill áhugi var á áframhaldandi samningi en ekki hafði gefist tími til að reka endahnút á samningsgerðina. Það var því gleðifregnir að samningsaðilar náðu saman um að endurnýja samninginn til eins árs og leggja vinnu í að kostnaðargreina þá þjónustu sem í boði er fyrir félagsmenn. Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins skrifaði undir samninginn á afmælismálþinginu og flutti eftirfarandi erindi við það tækifæri. Kæru gestir, ég vil byrja á því að óska Íslenskri ættleiðingu til hamingju með 40 ára afmælið. Dómsmálaráðuneytið hefur í gegnum árin átt gott samstarf við Íslenska ættleiðingu, en eins og hefur verið minnst á hér á undan þá var félagið upphaflega löggilt af hálfu ráðuneytisins árið 2000 í kjölfar þess að Ísland gerðist aðili að Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa.
Lesa meira

Líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi

Líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi
Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík var með erindi á málþingi Íslenskrar ættleiðingar þann 16. mars sl. Hildur er 29 ára og var ættleidd hingað til lands frá Indlandi þegar hún var 5 mánaða gömul. Hún kynnti rannsókn sem hún vinnur að og snýr að líðan og tilfinningatengslum uppkominna ættleiddra. En Hildur lýkur meistaranámi sínu núna í vor og við fáum vonandi tækifæri til að hlýða aftur á Hildi þegar hún hefur lokið meistaraverkefni sínu. Íslensk Ættleiðing var í samstarfi við Hildi með að finna þátttakendur í rannsókninni, en alls voru þátttakendur spurningarlista 120 talsins, á aldrinum 18-45 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegluðu 3 stærstu löndin, Indónesíu, Sri Lanka og Indland. Þá voru einnig tekin viðtöl við 7 þáttakendur á aldrinum 18-33 ára. Í niðurstöðum sem hún kynnti á málþinginu var komið inn á eftirfarandi þætti; aðskilnaðarkvíða, tengslamyndun í nánum samböndum, þunglyndiseinkenni, kvíðaeinkenni og lífsánægju uppkominna ættleiddra á Íslandi.
Lesa meira

Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli?

Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli?
Jórunn Elídóttir, dósent við Háskólann á Akureyri, doktor í sérkennslu- og menntunarfræðum og móðir stelpu sem er ættleidd frá Kína flutti erindi um ímyndunarafl ættleiddra barna. Erindi Jórunnar var sérlega áhugavert og gaf innsýn inní þann skort sem ættleidd börn lifa við þegar kemur að minningum um fyrsta skeið ævinnar. Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli? Ímyndunaraflið er merkilegt fyrirbæri eins rannsóknir hafa staðfest á margvíslegan hátt. Ímyndunaraflið færir okkur nýja sýn á tilveruna, undirbýr okkur fyrir það sem kemur og breytir ásýnd þess sem hefur verið, á eftir að gerast eða ekki gerast. Með því að nota ímyndunaraflið hefur manneskjan getað umbreytt og endurskapað veröldina á óendanlega fjölbreyttan hátt. Þetta er kjarninn í tilveru barna og einn mikilvægasti hlekkurinn í leik og þroska þeirra.
Lesa meira

Svæði