Fréttir

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar
Aðalfundur félagsins var haldinn 6. mars síðastliðinn á Hótel Hilton. Á fundinu var stungið uppá Gísla Ásgeirssyni sem fundarstjóra og gekk hann í það starf og stýrði fundinum með prýði. Á fundinum fór formaður félagsins yfir skýrslu stjórnar frá liðnu ári. Ársreikningar félagsins voru lagðir fram og fór formaður yfir helstu kennitölur í rekstrinum. Ársreikningurinn var svo borinn upp til samþykktar og var hann samþykktur athugasemdalaust. Síðastliðin ár hefur ekki þurft að kjósa til stjórnar, þar sem stjórnarmenn hafa verið sjálfkjörnir. Að þessu sinni gáfu fjórir kost á sér til starfa fyrir félagið næstu tvö árin, en aðeins voru þrjú sæti í boði. Stjórn félagsins er skipuð sjö stjórnarmönnum, þau eru: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður Ingibjörg Valgeirsdóttir, varaformaður Lára Guðmundsdóttir Lísa Björg Lárusdóttir
Lesa meira

Vel heppnað afmælismálþing

Vel heppnað afmælismálþing
Íslensk ættleiðing fangar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni stóð félagið fyrir málþingi í mars. Glæsileg dagskrá var í boði fyrir gesti málþingsins og voru fyrirlesararnir ekki af verri endanum. Forseti Íslands setti málþingið og afhenti formanni félagsins hljóðneman, en Elísabet Hrund sagði frá helstu vörðum í 40 ára sögu félagsins. Þá tók Sarah Naish við keflinu og fræddi ráðstefnugesti um Therapeutical parenting, sem er aðferðafræði sem hún hefur þróað með samstarfsfólki sínu í Bretlandi. Jórunn Elídóttir ætti að vera félagsmönnum kunn, en hún hefur verið viðloðandi fræðslustarf félagsins lengi. Hún f
Lesa meira

Skólaaðlögun ættleiddra barna

Skólaaðlögun ættleiddra barna
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður Laugardaginn 5.maí klukkan 10.30 - 12.00. Þá mun Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, með MA í sérkennslu halda erindi sem heitir "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar." Erindið verður haldið í húsnæði Orange í Lágmúla 4-6, 108 Reykjavík. Erindi þetta ætti að höfða til flestra, ef ekki allra félagsmanna þar sem að annað hvort á fólk barn á skólaaldri eða mun eignast barn á skólaaldri. VIð minnum einnig á að erindi okkar eru öllum opin og fólki er velkomið að benda skólum/kennurum barna sinna á þetta erindi. Sem áður er erindið frítt fyrir félagsmenn, fyrir aðra kostar 1000 krónur. * Unnið er að því að finna lausn á því að senda erindið út á netinu, takist það verður send tilkynning þess efnis og boðið upp á skráningu. Sem stendur er aðeins skráning fyrir þá sem komast á staðinn.
Lesa meira

Svæði