Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
hun.is - Þegar ég vann í lottóinu… tvisvar
22.04.2018
Ég á 2 börn, 10 ára gamla dóttur og son sem er 7 ára. Ég hef samt ekki alltaf verið mamma þeirra, þ.e.a.s. ég varð ekki mamma þeirra við fæðingu þeirra. Börnin mín eru bæði ættleidd, dóttirin frá Indlandi og sonurinn frá Tékklandi. Ég varð mamma dóttur minnar mánuði áður en hún varð 1 árs. Þá fengum við langþráða símtalið, símtalið sem sagði okkur að það væri lítil stelpa á Indlandi, og hvort að við vildum fá heilsufarsupplýsingarnar um hana áður en við ákveddum okkur.
Við sögðum já en í hjarta mínu vissi ég að þetta væri það, þetta væri stundin. Við lásum yfir skýrsluna frá lækninum (grátandi), föðmuðum hvort annað og grétum aðeins meira. Tengingin, þessi ótrúlega sterka tenging, kom strax þetta kvöld, og þó að það hafi liðið nokkrir dagar frá símtalinu og þangað til að við fengum að sjá mynd að þá var hún samt orðin dóttir mín, og ég var orðin mamma, ég var loksins orðin mamma.
Lesa meira
Lokað vegna jarðarfarar
12.04.2018
Skrifstofa félagsins verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 13. apríl vegna jarðarfarar Erlu Hallgrímsdóttur.
Lesa meira
Stjórnarfundur 11.04.2018
11.04.2018
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla mars
3. Málþing og námskeið í mars
4. Euradopt
5. Heimsókn til Dómíníska lýðveldisins
6. Stefnumótun félagsins
7. Önnur mál
7.1. Félag fósturforeldra
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.