Fréttir

Therapeutic parenting and adoption

Therapeutic parenting and adoption
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar stóð félagið fyrir málþingi þann 16. mars sl. Aðalfyrirlesarinn á málþinginu var Sarah Naish, félagsráðgjafi í Bretlandi. En hún var einnig með heilsdagsnámskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar daginn eftir málþingið. Sarah hefur starfað sem félagsráðgjafi í tæp 30 ár og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi barna. Hún hefur ættleitt 5 börn og hefur hún notast við meðferðanálgun (Therapeutic Parenting) í uppeldi barna sinna, nálgun sem hún hefur þróað í gegnum árin. Hún hefur fjölþætta reynslu innan barnaverndar í Bretlandi og hefur í uppeldi barna sinna síðastliðin 16 ár byggt upp gagnabanka sem hún hefur miðlað úr til fagfólks og foreldra. Það var frábært að fá tækifæri til að fá Söruh hingað til lands en bæði erindi hennar á málþinginu og námskeiðið, voru skemmtileg, raunsæ og fræðandi.
Lesa meira

Í 40 ár - Saga Íslenskrar ættleiðingar

Í 40 ár - Saga Íslenskrar ættleiðingar
Formaður Íslenskrar ættleiðingar Elísabet Hrund Salvarsdóttir flutti erindi á 40 ára afmælismálþingi félagsins nú á dögunum. Gefum Elísabetu orðið: Hæstvirti forseti, félagsmenn og aðrir góðir gestir. Ég vil fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar bjóða ykkur hjartanlega velkomin á þetta málþing sem haldið er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Ég hef verið formaður félagsins síðan haustið 2016 og hefur þetta verið mjög áhugavert starf, en við sem sitjum í stjórn vinnum mikið með skrifstofunni að ýmsum málum. Ég hef getað nýtt menntun mína og komið að fjármálum félagsins. Það er því mikil tími af mínu lífi sem snýst um ættleiðingar. En saga mín er sú að árið 2010 ákváðum við hjónin eftir margra ára árangurslausra tilraunir til barnaeigna, að leita til Íslenskrar ættleiðingar. Með því töldum við að möguleiki okkar á því að verða foreldrar yrðu meiri. Við fórum á námskeið eins og allir þeir sem vilja ættleiða erlendis frá, hræðslunámskeiðið eins og margir segja, en á því námskeiði er farið yfir hinar ýmsu hliðar ættleiðingar og ekki bara dregin upp hin rósrauða mynd. En það gerði okkur hjónin bara enn ákveðnari í að stiga endanlegt skref og byrja að vinna í okkar umsókn. Þeir sem vilja ættleiða þurfa að senda inn umsókn um forsamþykki til íslenskra stjórnvalda til að fá leyfi til að ættleiða eins og mörg ykkar þekkið. Á þessum tíma var biðin eftir því ekki löng og tók það okkur um 5 mánuði frá því að við sendum inn umsókn þar til forsamþykki hafði borist ólíkt því sem það er í dag en það getur tekið allt að ári að fá samþykkið í
Lesa meira

Ávarp forseta Íslands á 40 ára afmælismálþingi Íslenskrar ættleiðingar

Ávarp forseta Íslands á 40 ára afmælismálþingi Íslenskrar ættleiðingar
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heiðraði Íslenska ættleiðingu á afmælisráðstefnu félagsins og flutti stutt ávarp. Það gladdi alla viðstadda að sjá hversu áhugasamur Guðni var um málaflokkinn en hann dvaldi lengi á málþinginu og tók glósur úr fyrirlestrunum, enda voru þeir mjög áhugaverðir, jafnvel fyrir forseta. Ávarp forsetans er hér fyrir neðan: Formaður og forystufólk Íslenskrar ættleiðingar, aðrir góðir gestir
Lesa meira

Svæði