Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Ruv.is - Samfélagið
28.03.2018
Samfélagið - Ættleiðingar á Íslandi.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður íslenskrar ættleiðingar: fjörutíu ára afmæli félagsins, breytingar á starfseminu, áskoranir og framtíð.
Lesa meira
Mannlíf - Vantar fleiri eggjagjafa og ættleiðing ekki alltaf kostur
22.03.2018
Mannlíf kynnti sér þá möguleika sem í boði eru fyrir þá sem greinast með krabbamein en vilja samt eignast börn eftir að meðferð lýkur, í tengslum við viðtöl við parið Láru og Kristleifannars vegar og hjónin Ástrósu og Bjarka hins vegar.
Meiri áhersla lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi en fyrir 20 árum
Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir að það sé afar mismunandi hvaða áhrif krabbameinsmeðferð hefur á frjósemi þeirra sem greinast og að þar spili margir þættir inn í.
„Það er mjög mismunandi eftir því hvaða lyf eru notuð og í hvaða skömmtum og einnig tímalengd meðferðarinnar. Þetta eru allt óháðir áhættuþættir. Eftir því sem að þú færð lengri meðferð, því meiri er áhættan. Svo eru sum krabbameinslyf sem eru meira eiturvirk fyrir kynkirtlana, það er eistu og eggjastokka. Samsetning krabbameinslyfjanna hefur líka áhrif og þeir sem fara til dæmis í það sem er kallað háskammtameðferð eru í mikilli áhættu á langtímaófrjósemi. Aldur spilar einnig inn í og til dæmis ef konur sem komnar eru yfir fertugt fara í gegnum lyfjameðferð eru meiri líkur en minni á að þær fari inn í tíðahvörf í framhaldinu,“ segir hún og bætir við:
Lesa meira
visir.is - Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu
16.03.2018
Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi.
Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag.
Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.