Fréttir

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra
Vís­bend­ing­ar eru um að full­orðnir ætt­leidd­ir á Íslandi eru frek­ar með aðskilnaðarkvíða og eru óör­ugg­ari í nán­um sam­bönd­um en þeir sem ekki eru ætt­leidd­ir. Þetta kem­ur fram í rann­sókn­ar Hild­ar Óskar Gunn­laugs­dótt­ur, meist­ara­nema í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, á líðan full­orðinna ætt­leiddra á Íslandi. Hild­ur kynnti rann­sókn­ina á 40 ára af­mæl­is­málþingi Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar sem haldið var í dag. Rann­sókn­in er viðamik­il og er hluti af meist­ara­rit­gerð henn­ar sem snýr að líðan og til­finn­inga­tengsl­um upp­kom­inna ætt­leiddra. Hild­ur bend­ir á að enn eigi eft­ir að vinna frek­ar úr rann­sókn­inni og skoða fjöl­marga þætti henn­ar. Rann­sókn­in er unn­in í sam­vinnu við Íslenska ætt­leiðingu og bygg­ist á þátt­töku upp­kom­inna ætt­leiddra ein­stak­linga.
Lesa meira

40 ára afmælis málþing, á morgun 16.mars

40 ára afmælis málþing, á morgun 16.mars
Á morgun, 16.mars verður haldið 40 ára afmælis málþing Íslenskrar ættleiðingar á Hótel Natura frá kl 12.30 til kl 17.00. Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig og hvetjum við alla til þess að gera það. Virkilega áhugaverð erindi og fyrirlesarar og ráðstefnugjald er einungis 2.900 kr.
Lesa meira

Stjórnarfundur 13.03.2018

1. Fundargerð aðalfundar 2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 3. Verkaskipting stjórnar 4. Mánaðarskýrsla febrúar 5. Euradopt 6. Afmælisárið 7. Málþing og námskeið 8. Búlgaría, endurnýju löggildingar 9. Breytingar á húsaleigu 10. Þjónustusamningur 11. Verktakasamningur við lækna 12. Upprunaleit 13. Heimsókn til upprunalanda og stofnun nýrra sambanda 14. Önnur mál (Lín Design, Stefnumótun)
Lesa meira

Svæði