Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
mbl.is - Rýna í líðan fullorðinna ættleiddra
16.03.2018
Vísbendingar eru um að fullorðnir ættleiddir á Íslandi eru frekar með aðskilnaðarkvíða og eru óöruggari í nánum samböndum en þeir sem ekki eru ættleiddir. Þetta kemur fram í rannsóknar Hildar Óskar Gunnlaugsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, á líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi. Hildur kynnti rannsóknina á 40 ára afmælismálþingi Íslenskrar ættleiðingar sem haldið var í dag.
Rannsóknin er viðamikil og er hluti af meistararitgerð hennar sem snýr að líðan og tilfinningatengslum uppkominna ættleiddra. Hildur bendir á að enn eigi eftir að vinna frekar úr rannsókninni og skoða fjölmarga þætti hennar. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Íslenska ættleiðingu og byggist á þátttöku uppkominna ættleiddra einstaklinga.
Lesa meira
40 ára afmælis málþing, á morgun 16.mars
15.03.2018
Á morgun, 16.mars verður haldið 40 ára afmælis málþing Íslenskrar ættleiðingar á Hótel Natura frá kl 12.30 til kl 17.00.
Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig og hvetjum við alla til þess að gera það.
Virkilega áhugaverð erindi og fyrirlesarar og ráðstefnugjald er einungis 2.900 kr.
Lesa meira
Stjórnarfundur 13.03.2018
13.03.2018
1. Fundargerð aðalfundar
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
3. Verkaskipting stjórnar
4. Mánaðarskýrsla febrúar
5. Euradopt
6. Afmælisárið
7. Málþing og námskeið
8. Búlgaría, endurnýju löggildingar
9. Breytingar á húsaleigu
10. Þjónustusamningur
11. Verktakasamningur við lækna
12. Upprunaleit
13. Heimsókn til upprunalanda og stofnun nýrra sambanda
14. Önnur mál (Lín Design, Stefnumótun)
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.