Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Kynning á frambjóðendum í stjórn Íslenskrar ættleiðingar
06.03.2018
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00 á Hótel Hilton.
Á fundinum mun Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður félagsins fara yfir það helsta sem hefur drifið á daga félagsins á síðasta ári.
Undanfarin ár hefur verið sjálfkjörið í stjórn félagsins og því ekki þurft að kjósa á milli frambjóðenda. Nú eru þrjú sæti til kjörs í stjórn félagsins og frambjóðendurnir fjórir. Það mun því þurfa að kjósa á milli frambjóðenda sem bjóða sig fram að þessu sinni.
Lesa meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
06.03.2018
Íslensk ættleiðing hefur um árabil verið eitt af þeim félögum sem hægt hefur verið að heita á í Reykjavíkurmaraþoni. Félagið var fyrst skráð árið 2010 og hefur verið með á hverju ári síðan. Fjölmargir hlauparar hafa lagt á sig að hlaupa til styrktar félaginu á þessum árum, og margir oftar en einu sinni.
Samtals eru hlaupararnir 76, og sá sem oftast hefur hlaupið farið 6 sinnum 10 kílómetra. Hlaupararnir hafa safnað samtals nálægt tveimur milljónum á þessum árum. Síðustu ár hefur upphæðin sem safnast runnið í barna- og unglingastarf félagsins.
Íslensk ættleiðing hefur skráð sig á nýjan leik og eru nú þegar 8 hlauparar búnir að taka ákvörðun um að hlaupa til styrktar félaginu í ár.
Að þessu sinni verður Reykjavíkurmaraþon haldið 18. ágúst, það er því nægur tími til að koma sér í gott hlaupaform og hlaupa fyrir félagið sitt.
https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/485/islensk-aettleiding
Lesa meira
Fyrsti sólargeisli ársins
06.03.2018
Það fjölgar enn í hópi þeirra barna sem ættleidd eru frá Tékklandi til Íslands, en nú í febrúar kom fyrsta barn ársins til landsins með fjölskyldu sinni.
Nú hafa 36 börn verið ættleidd frá Tékklandi frá árinu 2007, en þá kom fyrsta barnið þaðan.
Næstu börn komu árið 2010, en þá voru ættleidd þaðan 2 börn. Sömu sögu er að segja frá árunum 2011 og 2012, þ.e. þá voru ættleidd 2 börn hvort ár. Árið 2013 voru svo ættleidd þaðan 4 börn og 5 börn árið 2014. Mikil aukning var árið 2015, en það ár ættleiddu tvær fjölskyldur þriggja systkina hópa. Samtals voru börnin 12 það árið. Árið 2016 voru svo 3 börn ættleidd frá Tékklandi og á síðasta ári voru þau 4.
Íslensk ættleiðing býður þau hjartanlega velkomin til Íslands og hlakkar til að þjónusta fjölskylduna í framtíðinni.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.