Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Therapeutic Parenting in Real life
06.03.2018
Einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara
Íslensk ættleiðing býður upp á afar fróðlegt og hagnýtt námskeið laugardaginn 17. mars næstkomandi sem ég mun svo sannarlega ekki láta fram hjá mér fara. Námskeiðið ber yfirskriftina Therapeutic Parenting in Real Life og kennari er Sarah Naish, félagsráðgjafi í Bretlandi og foreldri fimm ættleiddra barna. Hún hefur lengi starfað að málefnum ættleiddra barna og fósturbarna sem ráðgjafi auk persónulegrar reynslu hennar. Hún er einn helst sérfræðingur Breta í þessum málaflokki og rekur nú sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki. Bæði hún sjálf og fyrirtæki hennar hafa hlotið fjölda verðlauna fyrir vönduð störf sín.
Lesa meira
40 ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar
06.03.2018
Þann 16. mars mun félagið halda uppá 40 ára afmæli sitt með metnaðarfullu málþingi. Margir áhugaverðir fyrirlestar verða á málþinginu og hefur fagfólk í málaflokknum tekið vel við sér og mun fjölmenna á málþingið.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun heiðra félagið með opnunarávarpi ráðstefnunnar. Í kjölfar forsetans mun formaður félagsins segja frá því helsta sem hefur gerst í 40 ára sögu Íslenskrar ættleiðingar, en þar hefur margt gott fólk komið við sögu.
Aðalfyrirlesarinn, Sarah Naish mun svo taka við keflinu og verja klukkustund í að segja málþingsgestum frá aðferðum sem hún hefur þróað í samvinnu við samstarfsfólk sitt í vinnu með börnum sem glíma við tengslavanda og foreldrum þeirra.
Eftir kaffihlé mun Jórunn Elídóttir velta vöngum um hvers vegna ímyndunaraflið skipti ættleidd börn máli. Jórunn ætti að vera félagsmönnum vel kunn, en hún hefur ritað greinar fyrir félagið og komið fram á fræðslufundum Íslenskrar ættleiðingar. Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir verður með síðasta erindi málþingsins, en hún hefur verið að rannsaka líðan fullorðinna ættleiddra í meistararitgerð sinni í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Hildur Ósk hefur mikla innsýn inní reynsluheim ættleiddra, þar sem hún er sjálf ættleidd frá Indlandi.
Boðið verður uppá hringborðsumræður að erindunum loknum.
Til þess að ljúka ráðstefnunni mun Kristín Ósk Wium Hjartardóttir ásamt börnum sínum flytja nokkur lög og ættu því allir að geta liðið inn í helgina orkumiklir og fullir innblæstri.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, tvöfaldur Edduverðlaunahafi stýrir málþinginu
Lesa meira
Ævinlega, flýgur rétta leið...
06.03.2018
Nú um mánaðamótin lét Lárus H. Blöndal af störfum hjá Íslenskri ættleiðingu, en hann hefur starfað hjá okkur frá árinu 2013. Lárus hefur að eigin ósk verið að draga smátt og smátt úr vinnu síðastliðin misseri og er hann að draga saman seglin sökum aldurs.
Lárus hefur verið burðarásin í uppbyggingu fræðslu og ráðgjafar hjá félaginu, en fræðsla og þjónusta við ættleidda og fjölskyldur þeirra hefur verið í brennidepli lengi.
Lárus hefur haft aðkomu að Íslenskri ættleiðingu lengi, en hann var ásamt eiginkonu sinni hluti að þeim hópi sem kom að stofnun félagsins fyrir 40 árum síðan.
Þó að Lárus hætti að mæta til vinnu hjá félaginu er ekki þar með sagt að hann sé hættur afskiptum af starfi félagsins, en hann mun halda áfram að handleiða starfsfólk félagsins.
Rut Sigurðardóttir mun nú taka við þeim verkefnum sem snúa að fræðslu og ráðgjöf.
Íslensk ættleiðing þakkar Lárusi fyrir ánægjulegt samstarf, með ósk um að hann njóti þeirra tíma sem eru framundan.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.