Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Leitin heldur áfram
06.03.2018
Þó að sýningum á "Leitin að upprunanum" sé lokið er leit af líffræðilegum foreldrum hvergi lokið. Nú um þessar mundir hefur kraftaverkakonan Arný Aurangsasri Hinriksson, betur þekkt sem Auri verið á Sri Lanka að kanna uppruna nokkurra sem eru ættleiddir þaðan. Auri hefur nú þegar fundið þrjár fjölskyldur í þessari atrennu, en leitin heldur áfram.
Von er á Auri til Íslands í vor og mun félagið þá bjóða uppá fund með henni og þeim sem eru ættleiddir frá Sri lanka. Meira um það síðar.
Lesa meira
Similar or different?
06.03.2018
Febrúar fyrirlestur félagsins var í höndum norska talmeinafræðingsins Anne-Lise Rygvold, en hún fjallaði um rannsóknir sínar á málþroska ættleiddra barna. Ekki er hægt að segja að félagsmenn hafi fjölmennt, en þeir sem komu fengu kraftmikinn og faglegan fyrirlestur, enda Anne-Lise virtur fræðimaður í sínu heimalandi.
Það var ánægjulegt að sjá að nokkrir talmeinafræðingar nýttu sér þennan áhugaverða fyrirlestur til að fá frekari þekkingu til að styðja við hópinn okkar í framtíðinni.
Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér metnaðarfulla fræðsluáætlun Íslenskrar ættleiðingar, sérstaklega þeir sem eru að taka fyrstu skrefin í ferlinu, því tíminn til að undirbúa sig er núna!
Lesa meira
Fréttabréf mars 2018
05.03.2018
* Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar
* Kynning á frambjóðendum í stjórn Íslenskrar ættleiðingar
* Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
* Fyrsti sólargeisli ársins
* Similar or different?
* Ævinlega, flýgur rétta leið...
* 40 ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar
* Therapeutic Parenting in Real life
* Leitin heldur áfram
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.