Fréttir

Therapeutic Parenting in Real Life

Therapeutic Parenting in Real Life
Í kjölfar málþings Íslenskrar ættleiðingar býður félagið uppá námskeiðið Therapeutic Parenting in Real life sem Sarah Naish kennir. Námskeiðið er jafnt fyrir foreldra ættleiddra barna, fósturforeldra og fagfólk í starfi með börnum. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn inní hvernig aðferðir sem notaðar eru í faglegu starfi með börnum geta hjálpað við uppeldi ættleiddra barna. Hvernig þær eru notaðar í samskiptum foreldra og barna með tengslavanda vegna áfalla í bernsku og hvernig aðferðirnar bæta samskipti, samkennd og skilning. Sarah Naish hefur starfað sem félagsráðgjafi í tæp 30 ár og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi. Hún hefur ættleitt 5
Lesa meira

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar stendur félagið fyrir málþingi föstudaginn 16. mars n.k. á Hótel Natura. Á málþinginu koma fram, fagfólk, fræðimenn og fólk sem hefur notið þjónustu félagsins með einum eða öðrum hætti, sem umsækjendur, foreldrar og ættleiddir.
Lesa meira

Pressan.is - Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar

Pressan.is - Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar
Eva Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hefur í öll skiptin misst fóstur og hefur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna.
Lesa meira

Svæði