Fréttir

Aðalfundarboð 6.mars 2018

Aðalfundarboð 6.mars 2018
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 6. mars 2018, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Um lagabreytingar: Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Engar tillögur um breytingar á samþykktum bárust að þessu sinni. Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20:00 þann 20. febrúar og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar 7. grein Aðalfundur Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. Kjör stjórnar. Ákvörðun árgjalds. Breytingar á samþykktum félagsins. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Lesa meira

Stjórnarfundur 12.02.2018

1. Fundargerð síðasta fundar 2. Mánaðarskýrsla janúar 3. Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun 4. Samningur á milli umsækjenda og skrifstofu 5. Aðalfundur og ársreikningur 2017 6. Málþing 16.mars og námskeið 17.mars 7. Drög á þjónustusamningi 8. Fræðsluáætlun 9. Önnur mál: 9.1 Umsögn um frumvarp, 9.2 Reykjavíkurmaraþon, 9.3 NAC, 9.4 leikskólafræðsla
Lesa meira

Visir.is - Fann blóðmóður sína eftir auglýsingu í svæðismiðli í Guatemala

Visir.is - Fann blóðmóður sína eftir auglýsingu í svæðismiðli í Guatemala
Það er skrítin tilfinning að hitta móður sína í fyrsta sinn í 35 ár og kynnast nýrri fjölskyldu. Þetta segir Ágúst Valdimarsson sem ferðaðist til Guatemala á milli jóla og nýárs í leit að blóðmóður sinni. Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst segir að hann hafi í október á síðasta ári byrjað að leita á netinu að upplýsingum um fjölskyldu sína. Þá hafi hann komist í samband við konu sem heitir Letty sem býr úti í Guatemala. Hún sagðist þekkja fólk í Coatepeque. Letty reyndist Ágústi afar hjálpleg þrátt fyrir að hún tali ekki ensku. Ágúst talar einhverja spænsku og gat Letty túlkað samtöl og skjöl yfir á einfaldari spænsku fyrir hann.
Lesa meira

Svæði