Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Breytingar í Kína
05.02.2018
Um árabil hefur miðstjórnvald Kína rekið styrktaráætlun þar sem ættleiðingafélög hafa getað styrkt ákveðin barnaheimili. Þessi styrktaráætlun hefur verið nefnd One-to-One og hafa ættleiðingafélög frá Bandaríkjunum aðallega tekið þátt í þeim. Með þátttöku í áætluninni gátu ættleiðingafélög styrkt ákveðið barnaheimili og fengið í staðinn upplýsingar um börn án þess að miðstjórnvald Kína kæmi að ferlinu.
Nú um áramótin lokaði miðstjórnvald Kína fyrir áætlunina, svo nú er ekki lengur í boði fyrir ættleiðingafélög að vera með beint samband við barnaheimilin. Þess í stað eiga barnaheimilin nú að senda upplýsingar um öll börnin sem eru í umsjá þeirra til miðstjórnvaldsins, sem mun í kjölfarið deila upplýsingum um börnin í gegnum gagnagrunn sem ættleiðingafélögin öll hafa aðgang að.
Það eru því líkur á að fjöldi barna sem hefur verið í gagnagrunninum muni fjölga með þessari breytingu.
Ættleiðingamálaflokkurinn í Kína hefur verið í stöðugri þróun síðastliðin ár. Nú á síðustu árum hefur fjöldi ættleiðinga innanlands fjölgað og hefur því dregið úr fjölda þeirra barna sem eru ættleidd alþjóðlega.
Lesa meira
Similar or different?
31.01.2018
Internationally adopted children's language and reading mastery.
Anne-Lise Rygvold has recently retired from her position as Associate Professor at the Department of Special Needs Education at the University of Oslo. She is trained as a Speech and Language Therapist and has for many years been programme director for the Departments´Speech and Language Therapy program.
Her teaching and research interests are within language and reading development and disorders focusing upon internationally adopted children's language and school achievement. In 2017 she has completed a longitudinal study of internationally adopted children's language and reading development from 4 to 13 years of age compared to non-adopted peers.
For the time being she is, together with two colleagues at the Department, starting a new research project on adoptees from Eastern Europe in cooperation with researchers from France, Italy and Spain.
She has published in the areas of inter country adoption and language, language disabilities and reading and writing disabilities.
Erindið er á ensku og fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00, fimmtudaginn 8.febrúar 2018.
Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn.
Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu.
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Afgreiðsluhraði í Kína
29.01.2018
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 7. febrúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 29. janúar til og með 7. febrúar, eða umsóknir sem bárust á 9 dögum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.