Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Íþróttafjör fyrir alla fjölskylduna - sunnudaginn 4.febrúar frá 10-12
18.01.2018
Við ætlum að hittast í húsnæði Íþróttafélags fatlaðra, sunnudaginn 4.febrúar í Hátúni 14 í Reykjavík, leika okkur saman og takast á við þrautabraut. Húlladúlla kemur einnig og sér um afþreyingu og skemmtun sem hentar öllum aldurshópum.
Frítt fyrir félagsmenn, 1000 krónur fyrir aðra
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira
40 ára afmæli
15.01.2018
Þann 15. janúar 1978 kom fjöldi áhugamanna um ættleiðingar saman í Norrænahúsinu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum var félagið Ísland-Kórea stofnað en tilgangur félagsins var veita aðstoð til þeirra sem höfðu áhuga á að ættleiða börn frá Kóreu og vinna að félagslegum tengslum. Félagið Ísland-Kórea var svo sameinað félaginu Ísland-Guatemala undir nafni Íslenskrar ættleiðingar.
Frumkvöðlarnir voru brattir þegar þeir skunduðu í Norrænahúsið og er stofnfundargerð félagsins eftirfarandi:
Lesa meira
Stjórnarfundur 09.01.2018
09.01.2018
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Mánaðarskýrsla desember
3. Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun
4. Samningur á milli umsækjenda og skrifstofu
5. Starf skrifstofu
6. Úttekt á þjónustusamningi
7. Afmælisboð 15.janúar
8. Önnur mál: Aðalfundur, Læknar, Minnnisblað um barna- og unglingastarf vor 2018, Löggilding í Kólumbíu.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.