Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Jól
22.12.2017
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð á milli jóla og nýárs, en opnar 3. janúar.
Þótt að skrifstofan sé lokuð munu starfsmenn félagsins fylgjast vel með tölvupósti og sinna því sem nauðsynlegt er. Neyðarsími félagsins verður opinn og brugðist verður við neyðartilvikum. Neyðarsíminn er 895-1480
Gleðileg jól!
Lesa meira
Stjórnarfundur 12.12.2017
12.12.2017
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Mánaðarskýrsla nóvember.
3. Fjárhagsáætlun 2018.
4. Erindi frá félagsmanni.
5. Önnur mál.
Lesa meira
dv.is - Sigurður var búinn að gefast upp: Þá gerðist kraftaverkið - Fann lokapúslið sem vantaði í líf hans - „Ég bjóst aldrei við þessu“
08.12.2017
„Mér datt aldrei í hug að fara að leita að blóðforeldrum mínum fyrr en ég sá þættina Leitin að upprunanum. Þá kviknaði þessi löngun hjá mér. Auðvitað fann ég alltaf að það vantaði þetta púsl í líf mitt. Ég fann að ég væri öðruvísi en aðrir í fjölskyldunni,“ segir Sigurður Donys Sigurðsson í samtali við DV. Sigurður er ættleiddur frá Gvatemala. Hann ákvað að leita að blóðforeldrum sínum eftir að hafa horft á þættina Leitin að upprunanum á Stöð 2. Leitin gekk vonum framar og Sigurður hefur verið í sambandi við föður sinn og bróður í nokkra mánuði, en þeir ræddu saman í fyrsta skipti á Skype fyrir nokkrum dögum. Sigurð dreymir um að einn daginn muni þeir feðgar fallast í faðma.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.