Fréttir

Mannlíf - Gaman að upplifa jól og áramót á Íslandi

Mannlíf - Gaman að upplifa jól og áramót á Íslandi
Seint á síðasta ári sóttu hjónin Hulda Guðnadóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson ættleiddan son sinn Baldur Hrafn til Kólombíu en fyrir áttu þau eina líffræðilega dóttur. Þau segja að börnin séu full tilhlökkunnar vegna hátíðarhaldanna sem fram undan eru. Baldur geti hreinlega ekki beðið eftir að upplifa íslensk jól og áramót.
Lesa meira

Stöð 2 - Ættleiðingum fækkar

Stöð 2 - Ættleiðingum fækkar
Umfjöllun í fréttatíma Stöðvar 2 um fækkun ættleiðinga. Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. Ættleiðingum hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2005. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Alls voru tólf frumættleiðingar að utan en flest börnin komu frá Tékklandi. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn komið frá Kína. Með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem er ekki barn maka umsækjanda. Frumættleiðingar innanlands voru þrjár talsins. Stjúpættleiðingar voru óvenju fáar eða sautján talsins. Þær voru 28 árið 2015 en voru flestar árið 2008 þegar alls 48 stjúpættleiðingar áttu sér stað. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni, eða kjörbarni, maka umsækjanda um ættleiðingu.
Lesa meira

ruv.is - Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár

ruv.is - Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár
Ættleiðingar barna á Íslandi hafa ekki verið eins fáar og í fyrra í meira en tuttugu ár. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 32 ættleiddir á Íslandi árið 2016 og hafa ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpættleiðingar 17 en frumættleiðingar 15. Undanfarna tvo áratugi voru flestar ættleiðingar árin 2005 og 2006, þegar 75 og 76 börn voru ættleidd. Árið 2005 voru langflestar frumættleiðingar, alls 48.
Lesa meira

Svæði