Fréttir

visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995

visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995
Ættleiðingar á Íslandi hafa ekki verið færri síðan árið 1995. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem nýlega voru birtar. Samkvæmt tölunum voru 32 einstaklingar ættleiddir árið 2016 og voru frumættleiðingar 15 en stjúpættleiðingar 17. Frumættleiðingar frá útlöndum voru 12 en stjúpættleiðingar 17. Til samanburðar voru ættleiðingarnar 47 talsins árið 2015. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda. Árið 2016 voru stjúpfeður í öllum tilvikum kjörforeldri stjúpættleiðingar en það hefur jafnan verið algengast. Frumættleiðing er þegar barn sem ekki er barn umsækjanda er ættleitt.
Lesa meira

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995
Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands voru 32 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2016 og hafa ætt­leiðing­ar ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpætt­leiðing­ar 17 en frumætt­leiðing­ar 15. Árið 2015 voru alls 47 ætt­leiðing­ar á Íslandi. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 12 árið 2016 sem er fækk­un frá fyrra ári, þegar þær voru 17. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um hafa verið á milli 10 og 18 síðustu fimm ár. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína en árið 2016 voru flest­ar ætt­leiðing­ar frá Tékklandi, alls níu. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda. Stjúpætt­leiðing­ar árið 2016 voru óvenju fáar eða 17. Það er mik­il fækk­un frá ár­inu 2015 þegar þær voru 28. Í öll­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru þrjár árið 2016. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík
Aðventan, jólahátíðin og rauðar skotthúfur fylgja desembermánuði en líka okkar árlega jólaball hjá Íslenskri ættleiðingu. Í ár ætlum við að hittast á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52 í Reykjavík, laugardaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en 2750 kr fyrir utanfélagsmenn og 1350 kr fyrir börn þeirra.
Lesa meira

Svæði