Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Jólaball í Reykjavík og á Akureyri
14.11.2017
Dagsetningar liggja fyrir á Jólaböllum Íslenskrar ættleiðingar þetta árið.
Á Akureyri verður jólaballið laugardaginn 25. nóvember kl. 14:00, í menningarhúsinu Hofi, nánar tiltekið á 1862 bistro.
Í Reykjavík verður jólaballið laugardaginn 9. desember klukkan 14:00 - 16:00 á Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir).
Skráning hefst í lok vikunnar og verður félagsmönnum send tilkynning þegar þar að kemur.
Lesa meira
Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni
13.11.2017
Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína.
Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Lesa meira
Visir.is - Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“
12.11.2017
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð.
Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms.
Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.