Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Visir.is - Bakvið tjöldin við gerð þáttanna Leitin að upprunanum
09.11.2017
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir snéri aftur með þáttinn Leitin að upprunanum í haust og hefur önnur þáttaröðin fengið frábærar viðtökur.
Þátturinn sló rækilega í gegn síðasta vetur og var meðal annars valinn besti fréttaþátturinn á Edduverðlaununum og fékk Sigrún sjálf verðlaun fyrir umfjöllun ársins hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Kjartan Atli Kjartansson kíki í heimsókn til Sigrúnar í þættinum Ísland í dag og fékk að sjá bakvið tjöldin við gerð þáttanna.
Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Lesa meira
Tengslaröskun, viðurkennd greining?
08.11.2017
Erindið fjallar um greininguna Tengslaröskun, sem er þýðing á greiningarhugtakinu Attachment disorder (F94.1 og F94.2) úr ICD-10 sjúkdómsgreiningar-kerfinu. Verður farið yfir einkennamynd röskunarinnar og hvenær röskun, sem er varanleg og hamlandi, er til staðar og hvenær ekki. Rætt verður um hugtakið tengslavanda, sem er vægari mynd af sama fyrirbæri. Einnig verður farið yfir taugafræðileg fyrirbæri eins og heilaþroska útfrá aldri og fyrri sögu, nýjustu þekkingu á taugaþroska og hvenær „vandi“ verður að „röskun“. Fjallað verður um hvernig er best að nálgast og umgangast þau börn sem sýna einkenni tengslavanda og hvernig er best að vinna með umhverfi þeirra einnig. Rætt verður um tilgang greininga á börnum almennt útfrá því fyrir hvern þær eru settar og til hvers.
Guðlaug er félagsráðgjafi MA, með sérfræðingsleyfi frá Landlækni á sviði félagsráðgjafar á heilbrigðissviði ásamt því að vera fjölskyldumeðferðarfræðingur. Hún hefur starfað víðs vegar á sviði barna, unglinga og fjölskyldna en lengst hefur hún starfað á Barna-og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), þar sem hún starfaði í 13 ár, ásamt því að hafa unnið sem skólafélagsráðgjafi og fyrir Íslenska ættleiðingu, bæði til skamms tíma á skrifstofunni og einnig í eftirfylgniskýrslugerð til margra ára. Í dag býr hún ásamt sinni fjölskyldu á Ísafirði og starfar þar sem deildarstjóri í barnavernd hjá Fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar.
Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 -19.00 þriðjudaginn 14.11 2017.
Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn.
Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu.
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Vísir.is - Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands
07.11.2017
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma.
Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.