Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Visir.is - Leitinni er ekki lokið
07.11.2017
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka.
Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013.
Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.
Lesa meira
DV.is - Samkynhneigð pör frá Íslandi mega nú ættleiða börn frá Kólumbíu
31.10.2017
Fyrir stuttu opnaðist nýr valmöguleiki fyrir samkynhneigð pör á Íslandi til þess að ættleiða barn frá Kólumbíu. Íslendingar hafa ættleitt börn frá Kólumbíu í næstum þrjá áratugi en pör af sama kyni hafa hingað til ekki fengið leyfi til ættleiðingar.
„Það sem gerðist var að samkynhneigt par sem býr í Svíþjóð sótti um að ættleiða barn frá Kólumbíu, annar aðilinn er Kólumbískur ríkisborgari en samt fengu þau höfnun. Þau áfríuðu dómnum til Hæstaréttar í Kólumbíu þar sem málið var dæmt parinu í hag þar sem allir eiga að hafa sama rétt til ættleiðingar, sama hver kynhneigð þeirra er,“ segir Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar í viðtali við Gayiceland.
Lesa meira
GayIceland.is - COLOMBIA ALLOWS SAME SEX COUPLES TO ADOPT
31.10.2017
New parents in Sweden have become the first same-sex couple to adopt a child, after Colombian authorities allowed same-sex couples to adopt children from the country. This could mean that same-sex couples in Iceland can soon adopt children from abroad too.
Iceland has had an adoption agreement with Colombia for almost three decades and 15 children have been adopted from there to Iceland in the past 15 years. The oldest Icelandic children from Colombia are today in their late twenties so there‘s a strong relationship between the two countries. Recently a new opportunity opened up for adoptable children in Colombia and some future parents in Iceland, when same-sex couples were allowed to adopt children from Colombia.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.