Fréttir

Visir.is - Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum

Visir.is - Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.
Lesa meira

Sri Lanka

Sri Lanka
Á árunum 1984 til 1986 voru ættleidd 84 börn frá Sri Lanka til Íslands. Yfirvöld á Sri Lanka hafa nýverið greint frá því að grunur sé um að á níunda áratugnum hafi mörg börn verið ættleidd frá landinu á ólöglegan hátt. Ráðherra ættleiðingarmála þar hefur nú lýst því yfir að þessar ættleiðingar verði rannsakaðar og að leitað verði leiða til að aðstoða þá sem ættleiddir voru svo að þeir hafi möguleika á að finna líffræðilega foreldra sína. Þeir sem ættleiddir voru frá Sri Lanka til Íslands og foreldrum þeirra býðst ráðgjöf Íslenskrar ættleiðingar. Hægt er að panta viðtal á heimasíðu félagsins.
Lesa meira

Stjórnarfundur 17.10.2017

1. Fundargerð síðasta fundar. 2. Mánaðarskýrsla september. 3. 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar. 4. NAC ráðstefna. 5. Fundur með skrifstofustjóra Dómsmálaráðuneytis 6. Samstarf við upprunalönd. Önnur mál.
Lesa meira

Svæði