Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
visir.is - Fordómar eru að verða áþreifanlegri
07.10.2017
Leikararnir Jónmundur Grétarsson, Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson fara með hlutverk í leikritinu Smán. Leikritið fjallar um fordóma af ýmsu tagi og það viðfangsefni snertir við þeim persónulega þar sem þau eru dökkir Íslendingar og hafa reglulega í gegnum tíðina rekið sig á hindranir vegna húðlitar, ekki síst í heimi leiklistarinnar.
Jónmundur, Tinna og Hafsteinn eru sammála um að markmiðið með að setja leikverkið Smán upp á Íslandi sé meðal annars að vekja fólk til umhugsunar um fordóma sem fela sig gjarnan í undirmeðvitundinni.
Lesa meira
Heilsa og hollusta fyrir alla
06.10.2017
Hina indælu Ebbu Guðný þekkja flestir, en hún er einn af þessum gullmolum sem dreifir jákvæðum boðskap um heilsu og mataræði í gegnum bækur sínar, blogg, sjónvarpsþætti og fyrirlestra.
Við vitum að hún kann að gera gómsætan og hollan mat og hún hefur m.a. fjallað um mikilvægi góðrar næringar í þeim matreiðslubókum sem hún hefur gefið út fyrir börn og foreldra.
Ebba ætlar að vera með fyrirlestur þriðjudaginn 17. október.
Hún kynnir fyrir okkur hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og ástvina. Hún lumar á fullt af hagnýtum ráðum og fróðleik, sem gæti nýst vel fyrir alla, líka unga fólkið sem er að koma frá öðrum löndum og þarf að kynnast nýjum mat og matarvenjum.
Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00.
Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur.
Vinsamlegast skráið barn/börn.
Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu.
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Fimleikafjör 28.október og dagskrá Skemmtinefndar ÍÆ 2017/2018
06.10.2017
Laugardaginn 28. október ætlum við að skella okkur í fimleikafjör í sal Aftureldingar í Íþróttahúsinu við Varmá. Mæting er klukkan 15 og við ætlum að leika okkur til klukkan 16.45. Hver og einn mætir með eitthvað matarkyns á sameiginlegt hlaðborð. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Jólaball verður haldið í desember (vonandi 9. eða 10.), enn er unnið að staðfestingu á sal og staðfest dagsetning send út þegar nær dregur.
Sunnudaginn 4. febrúar ætlum við að hittast í íþróttafjöri í sal Íþróttafélags fatlaðra í Hátúni. Fjörið hefst klukkan 10 og stendur til 12. Húlladúlla verður með okkur og heldur sýningu á húllalistum ásamt því að kenna okkur sitthvað á því sviði. Þrautabraut og sprikl fyrir alla.
Laugardaginn 24. mars PÁSKABINGÓ – staðsetning auglýst síðar
Laugardaginn 19. maí ætlum við að sigla saman út í Viðey, leika okkur í fjörunni og hafa gaman.
ÚTILEGA – verið er að skoða með að endurvekja þann sið að halda útilegu og stefnan er sett á helgina 29. júní til 1. júlí. Unnið er að því að finna staðsetningu sem gæti hentað fyrir hópinn.
Kveðja Skemmtinefnd Íslenskrar Ættleiðingar
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.