Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fyrirlestur um Rómafólk
04.10.2017
Dr. Sofiya Zahova, búlgarskur þjóðháttafræðingur sem stundar rannsóknir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hélt áhugavert erindi um Rómafólk þann 27. september sl. Hún fjallaði m.a. um rannsóknir sínar og annarra á uppruna, menningu, mýtum og tungumáli rómafólks með sérstaka áherslu á rómafólk í Tékklandi.
Sofiya greindi frá því að ákveðið efni yrði aðgengilegt í kjölfarið, sem að við höfum fengið í hendur til að deila með ykkur.
Tillögur að ítarefni og fleira efni tengt Rómafólki ef fólk hefur áhuga á að kynna sér. Glærurna úr fyrirlestrinum er hægt að nálgast hjá skrifstofunni sé áhugi fyrir því efni.
Lesa meira
Mbl.is - Viðurkennir tilvist „barnabýla“
22.09.2017
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa heitið því að hefja rannsókn eftir að heilbrigðisráðherra landsins viðurkenndi að börn hefðu verið tekin af mæðrum sínum og seld útlendingum til ættleiðinga á 9. áratug síðustu aldar.
Heilbrigðisráðherrann Rajitha Senaratne segir að stjórnvöld hyggist m.a. setja á fót erfðaefnabanka til að gera börnum sem ættleidd voru til útlanda kleift að leita uppruna síns, og öfugt.
Lesa meira
Stjórnarfundur 13.09.2017
13.09.2017
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Mánaðarskýrsla ágúst.
3. Þjónustusamningur.
4. Samstarf við upprunalönd.
5. Önnur mál.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.