Fréttir

Fræðsla - spennandi vetur framundan

Fræðsla - spennandi vetur framundan
Mánaðarfyrirlestarar á vegum Íslenkrar ættleiðingar n.k. haust liggja nú fyrir. Boðið er upp á þá nýbreytni að fyrirlestrarnir byrja kl. 17:30 og verður boðið upp á barnagæslu á meðan á þeim stendur. Fyrirlestranir fara fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3 hæð. Kæru félagar takið þessar tíma- og dagsetningar frá: 27. september, klukkan 17.30. Rannsóknir á Rómafólki. Fyrirlesari: Dr. Sofiya Zahova, búlgarskur þjóðháttafræðingur. 17. október, klukkan 17.30. Heilsa og hollusta fyrir alla. Fyrirlesari: Ebba Guðný Guðmundsdóttir 14. nóvember, klukkan 17.30. Tengslaröskun, viðurkennd greining? Fyrirlesari: Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi.
Lesa meira

NAC ráðstefna

NAC ráðstefna
Samstarf ættleiðingafélaga á Norðurlöndum er mikið og hafa þau unnið undir merkjum Nordic Adoption Council (NAC) í fjölmörg ár. Aðalfundur NAC er haldinn annað hvert ár og er hefð fyrir að vera með opna fræðsludaga í tengslum við aðalfundinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn Í Helsinki í Finnlandi daganna 28.-29. september. Í brennidepli á ráðstefnunni verða samfélagsmiðlar og hlutverk þeirra í tengslum við ættleiðingar. Á ráðstefnunni munu helstu sérfræðingar Finnlands deila af þekkingu sinni, en einnig mun sérfræðingar frá International Social Services og stofnun Haagsamningsins verða með erindi. Skráning á ráðstefnuna er hér Fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar í stjórn NAC er Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður ÍÆ og varamaður hennar er Ari Þór Guðmannsson.
Lesa meira

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd
Það er hefð fyrir því að meðal félagsmanna Íslenskrar ættleiðingar sé starfandi skemmtinefnd. Undanfarið hefur verið fámennt í nefndinni en hún Stefanie Gregersen hefur staðið sig með miklum sóma í að standa fyrir þeim viðburðum sem hafa verið síðustu misseri og snúa að fjölskyldskemmtunum. Nú með haustinu langar okkur að blása meira lífi í starfið. Margar hendur vinna létt verk eins og segir, og við óskum því eftir fleiri félagsmönnum í skemmtinefnd. Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi mun stýra því verkefni í samvinnu og samráði við þá sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg.
Lesa meira

Svæði