Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
06.06.2017
Þann 06.06.2017 hittust mæðgurnar Olga Eleonora og Emilía Audrey í fyrsta skiptið á Skt. Claire barnaheimilinu í Lome, Togo.
Emilía Audrey hljóp strax í fangið á mömmu sinni og vildi ekki sleppa, hún kúrði fast í hálsakotinu þangað til henni voru boðnar rúsínur þá fyrst fékk mamma hennar að sjá almennilega framan í hana. Amma Audrey og frænka fengu svo að knúsa hana líka. Það leið ekki langur tími þangað til hún dró mömmu sína út að hliði og sagði "komum" (á frönsku), þessi litla stelpa var alveg tilbúin. Aðlögunin gekk framar öllum vonum og aðeins um viku seinna fékk hún að fara alfarið heim á hótel með mömmu og ömmu. Eftir það fór hún bara í heimsóknir á barnaheimilið.
Næstu dagar og vikur fóru í að kynnast og njóta þess að vera saman. Þær mæðgur fóru í sund, göngutúra, í bíltúra, á leikvelli og í heimsóknir á marga góða staði. Þremur vikum eftir að þær hittust var Emilía Audrey útskrifuð af barnaheimilinu og var slegið til veislu til að fagna því. Öll börnin á deildinn hennar voru mætt og allt starfsfólkið líka. Það var dansað og sungið, borðaðar kökur og drukkið gos.
Lesa meira
Grunnskólafræðsla 30.maí
30.05.2017
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri.
Þriðjudagurinn 30.maí kl 20:00
Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira
Kína
25.05.2017
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 29.janúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 17. janúar til og með 29.janúar, eða umsóknir sem bárust á tólf dögum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.