Fréttir

Stjórnarfundur 17.05.2017

1. Fundargerð síðasta fundar 2. Mánaðarskýrsla apríl 3. NAC fundur í september 4. Viðhald ættleiðingarsambanda og stofnun nýrra 5. Þjónustusamningur 6. Samningur milli umsækjenda og félagsins 7. Ferð til Tékklands 8. Önnur mál
Lesa meira

Leik- og grunnskólafræðsla

Leik- og grunnskólafræðsla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri. Mánudagurinn 15.maí kl 20:00 Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar. Þriðjudaginn 16.maí kl 20:00 Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira

Frábær fyrirlestur í sumarveðri

Frábær fyrirlestur í sumarveðri
Steinn Stefánsson hélt frábæran fyrirlestur sl. laugardag kl. 11:00 um reynslu þeirra Selmu Hafsteinsdóttur konu hans að ættleiða dreng frá Tékklandi, en þau komu heim rétt fyrir síðustu jól. Í fyrirlestri sínum lagði Steinn sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Þrátt fyrir frábært veður þennan laugardagsmorgun var mætingin mjög góð og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir karlmenn mættu. Þá var ákveðinn hópur sem fylgdist með á netinu. Á meðan og í kjölfar fyrirlestursins spunnust líflegar og gagnlegar umræður. Íslensk ættleiðing vill þakka Steini kærlega fyrir fyrirlesturinn.
Lesa meira

Svæði