Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 17.05.2017
17.05.2017
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Mánaðarskýrsla apríl
3. NAC fundur í september
4. Viðhald ættleiðingarsambanda og stofnun nýrra
5. Þjónustusamningur
6. Samningur milli umsækjenda og félagsins
7. Ferð til Tékklands
8. Önnur mál
Lesa meira
Leik- og grunnskólafræðsla
10.05.2017
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri.
Mánudagurinn 15.maí kl 20:00
Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar.
Þriðjudaginn 16.maí kl 20:00
Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira
Frábær fyrirlestur í sumarveðri
08.05.2017
Steinn Stefánsson hélt frábæran fyrirlestur sl. laugardag kl. 11:00 um reynslu þeirra Selmu Hafsteinsdóttur konu hans að ættleiða dreng frá Tékklandi, en þau komu heim rétt fyrir síðustu jól. Í fyrirlestri sínum lagði Steinn sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Þrátt fyrir frábært veður þennan laugardagsmorgun var mætingin mjög góð og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir karlmenn mættu. Þá var ákveðinn hópur sem fylgdist með á netinu. Á meðan og í kjölfar fyrirlestursins spunnust líflegar og gagnlegar umræður.
Íslensk ættleiðing vill þakka Steini kærlega fyrir fyrirlesturinn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.