Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Rúv.is - Ættleiðingarstofum leyft að mismuna
07.05.2017
Nái nýtt frumvarp í gegn í Texasríki Bandaríkjanna mega ættleiðingastofur, hvort sem þær eru starfræktar fyrir opinbert fé eða einkastofur, hafna umsækjendum stríði það gegn trúarbrögðum þeirra. Þannig mega þær banna gyðingum, múslimum, samkynhneigðum, einhleypum eða pörum sem eru hvort af sinni trúnni, að ættleiða börn.
Lesa meira
Dans á rósum?
06.05.2017
Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir ættleiddu dreng frá Tékklandi og komu heim rétt fyrir síðustu jól. Steinn mun tala tæpitungulaust um reynslu þeirra hjóna með sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu.
Erindi Steins fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl. 11:00, laugardaginn 6.maí n.k.
Þeim sem eiga heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn
Lesa meira
Rúv - Vannærð börn og ungmenni í Hvíta-Rússlandi
20.04.2017
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa fyrirskipað rannsókn á ástæðum þess að börnum og ungmennum hefur verið haldið vannærðum árum saman á heimilum fyrir munaðarlausa. Svipað mál kom upp í Rúmeníu á tíunda áratug síðusta aldar og þótti mikið hneyksli.
Upp komst um málið nánast fyrir tilviljun. Barnalæknir við eitt af munaðarleysingjahælunum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, bauð blaðamönnum að fylgjast með knattspyrnuleik sem fram fór til að afla fjár fyrir mat handa börnunum. Í kjölfarið voru myndir af alvarlega vannærðum börnum birtar í hvítrússnesku veftímariti og vöktu mikinn óhug. Við nánari athugun kom í ljós að hátt í eitt hundrað börnum og ungmennum var haldið á nokkrum munaðarleysingjahælum í Minsk. Öll voru þau rúmliggjandi, enda svo veikburða að þau gátu ekki gengið.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.