Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Reynslusaga - ósköp venjuleg fjölskylda í Garðabænum. Eftir Aðalheiði Jónsdóttur
19.04.2017
Í dag erum við bara ósköp venjulega fjölskylda í Garðabænum, hjón með tvö börn og hund. Okkar saga er kannski ekkert öðruvísi en margra annarra, nema við fórum krókaleið til að verða þessi venjulega fjölskylda. Við erum ótrúlega stolt af börnunum okkar og uppruna þeirra. Við erum líka stolt af okkur að hafa getað eignast þessi yndislegu börn. Börnin okkar eru Stefanía Carol fædd 2009 í Kólumbíu og Arnar Ze fæddur 2012 í Kína.
Það er svo margt að una við,
að elska, þrá og gleðjast við,
jafnt orð, sem þögn og lit sem lag,
jafnt langa nótt, sem bjartan dag.
Mér fátt er kærra öðru eitt
ég elska lífið djúpt og heitt,
því allt, sem maður óskar, næst
og allir draumar geta ræzt.
Höf: Kristján frá Djúpalæk
Lesa meira
Umsóknir samkynhneigðra
19.04.2017
Ættleiðingamálaflokkurinn byggir á lögum og reglum, annars vegar íslenskum lögum og hins vegar á lögum upprunalandanna. Árið 2006 var íslenskum lögum breytt og samkynhneigðum heimilað að ættleiða. Það eitt og sér opnaði aðeins á ættleiðingar innanlands þar sem ekkert af upprunalöndum heimsins heimilaði ættleiðingar til samkynhneigðra. Árið 2014 fréttist af fyrstu opinberu ættleiðingunni til samkynhneigðra hjóna. Það voru danskir hommar sem ættleiddu frá Suður-Afríku. Ættleiðingin vakti mikla athygli og var fjallað um hana í fjölmiðlum um heim allan. Íslensk ættleiðing hefur lengi reynt að ná samningum við Suður-Afrísk ættleiðingaryfirvöld en ekki haft erindi sem erfiði.
Lesa meira
Góðir gestir frá Tógó
19.04.2017
Miðstjórnvald Tógó þáði boð innanríkisráðherra að koma í heimsókn til Íslands og kynna sér skipulag ættleiðingarmála á Íslandi og aðstæður barnanna sem eru ættleidd til Íslands. Formaður ættleiðingarnefndarinnar og skrifstofustjóri miðstjórnvaldsins í Tógó lögðu land undir fót ásamt fulltrúa Íslenskrar ættleiðingar í Tógó. Hópurinn fundaði með innanríkisráðuneytinu, sýslumannsembættinu og barnaverndaryfirvöldum, heimsóttu leik- og grunnskóla, ásamt því að funda með Íslenskri ættleiðingu. Þá voru tvær fjölskyldur sem hafa ættleitt frá Tógó heimsóttar og einnig farið í kynnisferð í leik- og grunnskóla. Haldin var fjölskylduhátíð fyrir þá sem hafa notið þeirrar gæfu að ættleiða barn frá Tógó ásamt þeirra nánustu aðstandendum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.