Fréttir

Fréttabréf apríl 2017

* Góðir gestir frá Tógó * Umsóknir samkynhneigðra * Fimleikafjör * Aðalfundur * Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu * Fjórar leiðir til barnaláns, fræðsla marsmánaðar * Reynslusaga
Lesa meira

Fjórar leiðir til barnaláns

Fjórar leiðir til barnaláns
Fjórar leiðir til barnaláns var yfirskrift fyrirlesturs hjónanna Ragnheiðar Kristínar Björnsdóttur og Elíasar Kjartanssonar sem haldin var 30. mars sl. Bakgrunnur þeirra varðandi börn er fjölbreyttur því þau eiga þrjú börn, eitt ættleidd, annað eignuðust þau með tæknilegri hjálp og eitt kom án hjálpar. Þá eru þau með eitt barn í fóstri. Ragnheiður Kristín og Elís deildu þessari persónulegri reynslu sinni á mjög skýran, skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Fólk var mjög ánægt með fyrirlesturinn og bæði á meðan honum stóð og í kjölfar hans spunnust líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður Íslensk ættleiðing þakkar Ragnheiði Kristínu og Elíasi fyrir þeirra mikilvæga framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn og þeim sem fylgtust með á netinu.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í kínverska sendiráðinu
Það var mikil gleði í kínverska sendiráðinu í Reykjavík þann 8.apríl þegar yfir hundrað börn sem ættleidd voru frá Kína komu saman til fjölskylduhátíðar. Sendiherra Kína á Íslandi Zhang Weidong og sendiherrafrú Zhou Saixing tóku vel á móti gestum og buðu uppá allskyns kræsingar. Dagskráin var ekki af verri endanum en Anna Bibi söng tvö lög og Karólína spilaði á þverflautu fyrir gesti. Þær stóðu sig báðar með stakri prýði og var unun að hlusta á þær. Einnig var boðið uppá happdrætti með glæsilegum vinningum, það voru skemmtilegir leikir og allir voru svo leystir út með gjöfum.
Lesa meira

Svæði