Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Tvíburar aðskildir við fæðingu brotnuðu niður þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir tíu ár
12.01.2017
Fyrir tíu árum síðan voru tvær kínverskar stelpur gefnar til ættleiðingar og enduðu þær báðar í Bandaríkjunum. Um er að ræða tvíbura sem hittust í fyrsta skipti í morgunþættinum Good Morning America í gær en þær heita Audrey Doering og Gracie Rainsberry.
Þær hafa alist upp sitthvoru megin í Bandaríkjunum en Audrey er frá Wausau, Wisconsin og Gracie frá Richland, Washington og eru því um 2500 kílómetrar á milli þeirra.
Lesa meira
Biðlistahittingur
11.01.2017
Næsti biðlistahittingur verður sunnudaginn 15.janúar kl. 14:00 í húsnæði ÍÆ.
Létt spjall og huggulegheit. Kaffi í boði ÍÆ en allir hvattir til að koma með eitthvað smátterí til að leggja í púkk með kaffinu, þ.e. eitthvað til að maula með því.
Þessir hittingar eru hugsaðir fyrir þá sem eru að sækja um forsamþykki, þá sem eru að safna saman gögnum til að senda út til upprunalands og þá sem hafa sent umsókn sína út. Um er að ræða óformlega fundi til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvert af öðru, styðja hvert annað og hafa gaman saman.
Lesa meira
Stjórnarfundur 10.01.2017
10.01.2017
1.Fundargerð frá 8.nóvember
2.Mánaðarskýrsla
3.Málefni Tógó
4.Fjárhagsáætlun og starfsáætlun
5.Upprunaleit
6.Fræðsla
7.Skjöl frá starfsdegi
8.Önnur mál; Reglugerðarbreytingar
9.Aðalfundur 2017
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.