Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fréttatíminn - Bjóða ættleiddum frá Kóreu í rannsókn á uppruna þeirra
29.12.2016
Hópur ættleiddra einstaklinga frá Kóreu er væntanlegur til landsins til að bjóða þeim sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til íslands að fara í genarannsókn, hafi þeir áhuga á að vita meira um uppruna sinn. Hópurinn er á vegum bandarísku samtakanna 325 Kamra og segist hafa rakið skyldleika í 10% tilfella.
Anna-Lena Engström er ein þeirra 200 þúsund barna sem ættleidd voru frá Kóreu eftir árið 1950. „Ég var ættleidd til Svíþjóðar og eins og svo margir, veit ég ekkert um líffræðilegan uppruna.“ Anna-Lena kemur til Íslands í febrúar á vegum samtakanna 325 Kamra. Þau vinna að því að safna lífsýnum þeirra sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til útlanda. Lífsýnin fara í gagnabanka sem notaður er til að rekja ættir og skyldleika ættleiddu einstaklinganna. Markmið samtakanna er að aðstoða þá sem vilja við að tengjast blóðforeldrum eða blóðskyldum ættmennum. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum en þangað
Lesa meira
DV - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti
22.12.2016
Brynja hóf leitina að uppruna sínum í byrjun árs – Biðin erfiðust, en ferlið hefur kennt henni mikið um sjálfa sig
„Ef einhver finnst og ef þau vilja hitta mig, þá fer ég örugglega fyrr út en ég hafði ætlað mér,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, sem í ársbyrjun tók þá ákvörðun að ráðast í það stóra verkefni að leita uppruna síns og móður sinnar á Srí Lanka. DV ræddi við Brynju fyrir ári þegar hún stóð á krossgötum og var að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit. Þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvottorð sitt og önnur skjöl sem hún hafði eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var þann 14. desember 1985 sem móðir hennar hér á landi sótti hana sex
Lesa meira
DV.is - „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða á lífi“
22.12.2016
Brynja leitar að upprunanum á Srí Lanka – Sjokk að fá óvænt upplýsingar um heimilisfang
„Ég var að undirbúa tónleika fyrir söngnemendur mína núna í byrjun desember og kíkti á tölvupóstinn minn. Þar sá ég póst frá Srí Lanka með titilinn: Leitin að móður þinni. Ég missti símann og hjartað byrjaði að slá á yfirsnúningi. Án þess að hugsa opnaði ég póstinn – þótt ég væri alls ekki tilbúin að lesa það sem í honum stóð. Þar kom fram að leit væri hafin að móður minni sem búi „hér“ – og síðan stóð heimilisfangið hjá henni. Það var sjokk. Þarna fannst mér ég vera komin mjög langt áfram. Svona litlar upplýsingar, sem eru í raun mjög miklar,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, síðastliðið ár hefur unnið að því að hafa uppi á líffræðilegri móður sinni. Rætt er við Brynju um það sem gerst hefur í upprunaleit hennar síðastliðið ár í jólablaði DV.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.