Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundur 2017
07.02.2017
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð sal E, fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 20:00.
Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Önnur mál.
Lesa meira
Áhrif tengsla á taugalífeðlisfræðilegan þroska barna
17.01.2017
Anna María Jónsdóttir geðlæknir og hópmeðferðarsérfræðingur er menntuð í Bretlandi. Síðustu árin hefur hún sérhæft sig í geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra á meðgöngu og eftir fæðingu og geðheilsu ungbarna (Infant Mental Health). Í dag starfar Anna María á Miðstöð foreldra og barna og á eigin læknastofu .
Fyrirlestur Önnu Maríu fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, 3 hæð, fimmtudagurinn 26. janúar n.k. kl 20:00
Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Akureyri vikublað - Katrín Mörk var ættleidd til Íslands tveggja vikna gömul: „Langar að vita hvaðan ég kem“
12.01.2017
Katrín Mörk Melsen var tveggja vikna þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka. Í einlægu viðtali ræðir Katrín um konuna sem gaf hana, þá tilfinningu sem hún upplifði í æsku að passa hvergi inn, uppreisnina á unglingsárunum og lífið með Óliver Viktori, sex ára syni sínum, sem er ofvirkur og mikið einhverfur.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.