Fréttir

DV.is - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti

DV.is - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti
Brynja hóf leitina að uppruna sínum í byrjun árs – Biðin erfiðust, en ferlið hefur kennt henni mikið um sjálfa sig „Ef einhver finnst og ef þau vilja hitta mig, þá fer ég örugglega fyrr út en ég hafði ætlað mér,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, sem í ársbyrjun tók þá ákvörðun að ráðast í það stóra verkefni að leita uppruna síns og móður sinnar á Srí Lanka. DV ræddi við Brynju fyrir ári þegar hún stóð á krossgötum og var að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit. Þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvottorð sitt og önnur skjöl sem hún hafði eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var þann 14. desember 1985 sem móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða og bjó henni öruggara og betra líf hér á landi.
Lesa meira

Jól

Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fer í jólafrí til að hlaða batteríin en opnar skrifstofuna aftur þann 4.janúar. Að sjálfsögðu munum við fylgjast með tölvupóstum sem berast og neyðarsíminn (895-1480) verður virkur og brugðist verður við neyðartilvikum. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Vísir.is - Fleiri leita upprunans

Vísir.is - Fleiri leita upprunans
Þættirnir Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð tvö núí haust fjölluðu um ættleidda Íslendinga sem leita uppruna síns. Í þáttunum fundu þrjár konur blóðfjölskyldur sínar í fjarlægum löndum eftir mikla rannsóknarvinnu. Þættirnir hafa verið mörgum ættleiddum áÍslandi hvatning og hefur fyrirspurnum um upprunaleit rignt inn hjá Íslenskri ættleiðingu. Þá leggur fólk inn beiðni um tíma hjá sálfræðingi til að undirbúa sig fyrir upprunaleitina og að fá að sjáættleiðingarskjölin sín. „Við vorum að fá eina beiðni á tveggja mánaða fresti á síðasta ári. Nú erum við að sjá eina beiðni á viku,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir félagið fyrst og fremst veita sálrænan stuðning fyrir leitina, á meðan henni stendur en einnig eftir hana. Einnig vilji foreldrar í sumum tilfellum fá aðstoð, enda upplifi sumir höfnun eða þeir hafi ekki verið að standa sig sem foreldrar, ef barnið vill leita uppruna síns. En það er á dagskrá hjáÍslenskri ættleiðingu að aðstoða við leitina sjálfa. „Það er komiðá dagskrá hjá okkur og partur af starfsáætlun næsta árs er að heimsækja upprunalönd, til að mynda Sri Lanka og Indónesíu, til að ná sambandi við yfirvöld þar og búa til tengiliði sem við getum reitt okkur á,“ segir Kristinn. Sigríður Dhammika Haraldsdóttir er ættleidd frá Sri Lanka og hefur dreymt um að leita upprunans frá barnæsku. Eftir þættina hefur hún varla getað hugsað um annað. „Ég grét og hló og allt yfir þessum þáttum. Þættirnir gáfu manni kannski líka falskar vonir því ef maður kemst á þennan stað, að finna foreldra sína eða ekki, þá veit maður ekki hvernig það endar,“ segir Sigríður en í þáttunum náðist árangur í öllum leitunum en það þarf ekki að vera raunin hjá öðrum.
Lesa meira

Svæði