Fréttir

Vísir.is - Brynja býður systur sinni til Íslands: „Hún hefur aldrei séð snjó“

Vísir.is - Brynja býður systur sinni til Íslands: „Hún hefur aldrei séð snjó“
„Það er erfitt að þegja í níu mánuði,“ sagði Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í Bítinu á Bylgjunni á miðvikudaginn síðasta. Lokaþátturinn af Leitinni af upprunanum var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var saga þeirra þriggja sem fjallað var um rifjuð upp og farið yfir seríuna í heild sinni. Saga Brynju Dan vakti strax mikla athygli en hún fann líffræðilega móður sína og eignaðist í leiðinni systur. Alls eru níu mánuðir liðnir síðan ferlið hennar Brynju var tekið upp og gat hún ekkert tjáð sig um málið í þann tíma. En í lokaþættinum í gær kom fram að hana dreymir um að fá systur sína í heimsókn til landsins en sú ósk mun rætast í janúar. Brynju langar að fá hana til Íslands í skiptinámi.
Lesa meira

Vísir.is - Faðirinn myrtur af glæpagengi

Vísir.is - Faðirinn myrtur af glæpagengi
Rósíka Gestsdóttir er þrítug og starfar sem hjúkrunarfræðingur. Hún er alin upp í Borgar­nesi af þeim Sigurást Karels­dóttur og Jóni Gesti Sveinbjörnssyni. Sigurást og Jón Gestur fóru til Srí Lanka þar sem þau tóku á móti Rósíku, sex vikna gamalli. Þau tóku með sér pappíra um hana og tóku myndir af líffræðilegri móður hennar og þriggja ára gamalli systur. Rósíka leit hins vegar ekki á pappírana fyrr en hún var tuttugu og fimm ára gömul.
Lesa meira

Vísir.is - Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar

Vísir.is - Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar
„Það verður sérstakur lokaþáttur þar sem við hittum stelpurnar allar aftur, rifjum upp hápunktana úr þáttunum og sýnum reyndar líka nokkur fyndin brot sem enduðu á klippigólfinu,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir um áttunda og síðasta þáttinn af Leitinni að upprunanum sem fer í loftið á sunnudag. Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt og hafa tryggt sér dyggan áhorfendahóp en Sigrún segir að ekki liggi fyrir hvort gerð verði önnur þáttaröð.
Lesa meira

Svæði