Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma
05.12.2016
„Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gær.
Mæðgurnar grétu báðar þegar þær féllust í faðma en móðirin gaf Rósíku til ættleiðingar fyrir þrjátíu árum, en hún var þá aðeins sex vikna gömul.
Lesa meira
Vísir.is - Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni
29.11.2016
„Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni.
Í þættinum kom fram að foreldrum hennar hafi á sínum tíma verið sagt af lögfræðingnum sem sá um ættleiðinguna að þau skyldu aldrei reyna að hafa uppi á konunni sem gaf þeim barnið sitt.
Það er sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem aðstoðar Rósíku við leitina en þær fóru til Sri Lanka þrátt fyrir að hafa litlar sem engar upplýsingar í höndunum, en náttúruhamfarir í landinu settu meðal annars strik í reikninginn.
Lesa meira
Vísir.is - Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“
23.11.2016
„Vil þakka ykkur hverjum og einum fyrir stuðning í máli, myndum og símtölum. Ég er aftur orðlaus yfir viðtökunum,“ segir Kolbrún Sara Larsen í færslu á Facebook en undanfarnar þrjár vikur hefur verið fjallað um leit Kolbrúnar að foreldrum sínum í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Ferðalag hennar var ótrúlegt og eignaðist hún meðal annars 11 systkini í leiðinni.
„Hvern hefði grunað að ég kæmi heim frá Tyrklandi með bakpokann fullan af upplýsingum, auka ári (hóst) og þakklæti? Tja ekki mér,“ segir hún en í þáttunum kom meðal annars í ljós að Kolbrún er fædd árið 1979, ekki 1980 eins og hún hélt alltaf.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.