Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár
21.11.2016
Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum.
Sagan um Kolbrúnu Söru Larsen hefur verið ótrúleg síðustu þrjár vikur en fjallað hefur verið um hana í þáttunum Leitin að upprunanum. Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og vakti þátturinn mikla athygli.
Í þáttunum hefur hún meðal annars fundið föður sinn og eignast fjölmörg systkini. En alltaf átti hún eftir að hitta móður sína. Eftir langt og strangt ferðalag í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi náði hún loksins að hitta líffræðilega móður sína. Það gerði hún þrátt
Lesa meira
Reynslusaga - Ættleiðing er frábær kostur. Eftir Sigrúnu Evu og Bjarna Magnús
21.11.2016
Sigrún Eva og Bjarni Magnús ættleiddu Veigar Lei frá Kína árið 2014. Þau voru svo væn að deila sögu sinni með félagsmönnum
Íslenskrar ættleiðingar.
Ferlið
Eftir að í ljós kom að við þyrftum á aðstoð að halda til þess að eignast barn og við vegið og metið stöðuna sem við vorum í ákváðum við að það að ættleiða barn væri rétt leið fyrir okkur.
Draumur okkar var að eignast barn og fannst okkur ættleiðing frábær kostur.
Við fórum í viðtal hjá Kristni (framkvæmda-stjóra ÍÆ) og fengum hann til að fara aðeins yfir þau lönd sem í boði voru fyrir okkur. Þetta var í febrúar 2012.
Lesa meira
Kjörforeldrar ósáttir við þjónustu sýslumanns
21.11.2016
Foreldrar sem hafa ættleitt börn frá öðrum löndum á síðustu tveimur árum eru afar ósáttir við þjónustu sýslumannsembættisins í Reykjavík. Í könnun á þjónustu við kjörforeldra kemur fram að aðeins 15,4 prósent voru ánægð með viðmót starfsfólks sýslumannsembættisins og 11,5 prósent voru ánægð með afgreiðsluhraða og veittar upplýsingar.
„Þarna þarf að taka vel til,“ er haft eftir einum þátttakenda í könnuninni. „Það þarf að gerbreyta öllu verklagi, þetta er viðkvæmur málaflokkur fyrir umsækjendur og auðvitað börnin. Þjónustan þarf að vera persónulegri.“
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.