Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fræðsla - Leitin að upprunanum
21.11.2016
Þættirnir Leitin að upprunanum hafa vakið mikla eftirtekt hjá almenningi og hafa landsmenn tekið þáttunum ótrúlega vel.
Nú er búið að segja sögur Brynju Dan, Kolbrúnar Söru og Rósíku.
Síðasti þátturinn verður svo uppgjör eftir upprunaleitina. Í þættinum fara Brynja, Kolbrún og Rósíka yfir upplifun sína af þessu magnaða ferðalagi. Félagar Íslenskrar ættleiðingar fá forskot á sæluna og fá að sjá lokaþáttinn í forsýningu og fá tækifæri til að spyrja þremenninganna spjörunum úr.
Lesa meira
Vísir.is - Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“
20.11.2016
„Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook.
Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en hún hefur verið til umfjöllunar undanfarnar tvo sunnudaga í þáttunum Leitin að upprunanum.
Síðasti þáttur var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki. Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum í kvöld, en Kolbrún sjálf missir því miður af honum.
Lesa meira
Fréttablaðið - Fleiri vilja leita upprunans
18.11.2016
Sjónvarpsþættirnir Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2 hafa vakið mikla athygli en þar fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ættleiddum einstaklingum eftir í leit að upprunanum. Að sögn Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, hafa uppkomin ættleidd börn í auknum mæli leitað til félagsins með það í huga að feta sömu braut. Nýlega bárust fréttir af því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. Skýringarnar eru fjölþættar.
Kristinnn segir pólitískar, efnahagslegar og félagslegar ástæður liggja að baki því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. „Fæst lönd vilja ættleiða frá sér börn enda er víða lögð áhersla á að þau alist upp sem næst upprunanum. Sum líta jafnvel þannig á að það gefi til kynna að þau geti ekki brauðfætt sitt fólk. Þá hefur hagsæld víða aukist sem dregur úr þörfinni. Áður fyrr voru sömuleiðis nokkur stór ættleiðingarlönd sem ættleiddu frá sér mikið af börnum. Þeim hefur sem betur fer fækkað
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.