Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Styrkur úr óvæntri átt!
21.11.2016
Á dögunum bankaði þakklát fjölskylda á dyrnar hjá félaginu og langaði til að leggja því lið og þakka fyrir veitta þjónustu. Fjölskylduna langaði að styrkja félagið sitt og var búin að leggja inná reikning þess eina milljón króna.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar þiggur styrkinn með þökkum og mun verja honum til góðra verka í þágu ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra.
Lesa meira
Jólaball í Reykjavík
21.11.2016
Jólasveinarnir munu hafa í nógu að snúast þessi jólin því að þeir hafa rétt sex daga til að koma sér til Reykjavíkur og hitta félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar í Hörpunni.
Við vonum að það verði nóg eftir í pokanum þegar þeir koma suður svo að hægt verði að gleðja börnin á höfuðborgarsvæðinu.
Gamanið hefst kl. 13:00 í Hörpunni og verður boðið uppá vöfflur og heitt súkkulaði, ávexti og safa fyrir þá sem það vilja.
Lesa meira
Jólaball á Akureyri
21.11.2016
Sunnudaginn 27. nóvember standa félagsmenn norðan heiða fyrir jólaballi á Akureyri. Fjörið hefst kl. 11:00 í Brekkuskóla og hefur heyrst að jólasveinar muni leggja leið sína á ballið með pokann á bakinu og hver veit nema að í honum leynist eitthvert góðgæti og jafnvel smá glaðningur…
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.