Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti
14.11.2016
„Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul.
„Ég held að það hafi verið jafn mikilvægt fyrir þau að vita að ég hafi átt góða ævi eins og fyrir mig að vita að þau hafa það gott og eru hamingjusöm.
Þátturinn var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki.
Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum næsta sunnudag. Meðfylgjandi er brot úr þætti gærkvöldsins.
Lesa meira
Lokað vegna veikinda
11.11.2016
Í dag, 11.nóvember verður lokað á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar vegna veikinda.
Hægt er að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is
Lesa meira
Stjórnarfundur 08.11.2016
08.11.2016
1.Fundargerð frá 8.október. 2.Mánaðarskýrsla. 3.Málefni Tógo. 3.1. Væntanleg heimsókn 3.2.Fundur með Tógó hópnum. 4.Þjónustuskönnun á Íslenskri ættleiðingu og annarri stoðþjónustu tengdri ættleiðingu. 5.NAC og Euradopt, skipun fulltrúa. 6.Ársreikningur 2015, fyrirspurn IRR. 7.Yfirferð á starfsdegi ÍÆ. 8.Önnur mál. 8.1. Jólaball ÍÆ. 8.2. Fræðsla. 8.3. Ráðgjöf á Akureyri. 8.4. Tvöfaldur uppruni. 8.5. IRR fundur
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.