Fréttir

Ættleiðing og upprunaleit

Ættleiðing og upprunaleit
Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn 27. október sl. á Hilton hóteli. Brynja M. Dan Gunnarsdóttir hélt erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Mætingin var einstaklega góð, bæði þeirra sem mættu á staðinn og þeirra sem fylgust með á netinu. Að loknu erindi Brynju Dan urðu góðar, áhugaverðar og gagnlegar umræður. Fólk virtist mjög ánægt með erindi og frammistöðu Brynju Dan. Íslensk ættleiðing þakkar Brynju Dan fyrir hennar framlag og öllum þeim sem mættu á erindið eða fylgdust með því á netinu.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag hittu hjónin Jón Hafliði Sigurjónsson og Hulda Guðnadóttir son sinn, Baldur Hrafn Jhon, í fyrsta skipti. Þau fóru á barnaheimili á vegum ICBF í Arauca í Kólumbíu þar sem þau biðu hans eftir að hafa fengið ýmsar upplýsingar frá starfsfólki. Hann kom fljótlega gangandi inn í herbergið, þar sem foreldrar hans biðu í mikilli eftirvæntingu. Hann var feiminn til að byrja með, en eftir að búið var að færa honum bíl, rúsínur og límmiða þá fóru hlutirnir að gerast hratt. Baldur Hrafn Jhon varð fljótlega eitt bros, þó svo hann væri svolítið hissa á þessu öllu saman. Þegar allir voru búnir fá sér kökur og gos þá var farið upp í leigubíl og heim á hótel þar sem við tóku rólegheit í bland við leiki. Fljótlega eftir að heim til Íslands var komið hitti hann svo litlu systur sína hana Nínu Dýrleif í fyrsta skipti og hafa þau nánast verið óaðskiljanleg síðan þá og eru fyrirmyndar systkini, með hlátri og gráti.
Lesa meira

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað
Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi, en í fyrstu tveimur þáttunum var fjallað um leit Brynju að móður sinni í Sri Lanka. Báðir hafa þættirnir vakið gríðarlega athygli og umtal en í gær fengu áhorfendur loksins að sjá augnablikið þegar mæðgurnar hittust og féllust í faðma, þrjátíu árum eftir að móðirin gaf Brynju til ættleiðingar.
Lesa meira

Svæði