Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna
07.11.2016
Leitin að upprunanum - Hélt hún væri fyrsta barn foreldra sinna STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum.
„Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra.
Lesa meira
Fréttablaðið - Elskaði hana frá fyrsta degi
05.11.2016
Brynja Dan Gunnarsdóttir var kornung þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka til Íslands. Hún fann líffræðilega móður sína með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2, í sumar. Konu sem hún hefur haft fyrir augunum á ljósmynd síðan hún var lítil.
Brynja er 31 árs og býr í Garðabænum með fjölskyldu sinni. Hún fékk ábendingu um gerð þáttarins og ákvað að taka þátt. „Þessi ljósmynd hefur alltaf verið það dýrmætasta sem ég hef átt. Þarna stendur blóðmóðir mín með mig í fanginu tilbúin að gefa mig til foreldra minna. Og nú hef ég fengið tækifæri til að tengjast henni og þakka henni fyrir það sem hún gaf mér. Stórkostlegt líf,“ segir Brynja.
Lesa meira
Fréttabréf nóvember 2016
01.11.2016
* Fræðsla - leitin að upprunanum
* Jólaball - Akureyri og í Reykjavík
* Styrkur úr óvæntri átt
* Kjörforeldrar ósáttir við þjónustu sýslumanns
* Ættleiðing er frábær kostur, saga Sigrúnar Evu og Bjarna Magnúsar
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.